Jájá, MR HUNG. Rólegur á að dæma mig án þess að vita svo mikið sem nokkuð um mig. Skoðaðu þessa síðu
áður en þú byrjar að rífa þig og segðu mér þá hvort hún sé svona léleg eins og þú segir, af hverju hún er það þá og
ef það meikar sens sem þú segir,
þá skal ég trúa þér.
Þeir sem eru að rústa lakkinu á bílunum sínum í svona aðgerðum eru þeir sem hafa eldrei lesið neinar svona leiðbeiningar fara bara út í bónus og kaupa juðara og byrja svo að nudda. Þessi polisher sem ég benti honum á hefur hins vegar þótt mjög fool proof en hægt að ná fram miklum árangri engu að síður.
Ég er hins vegar með mjög mikla fullkomnunaráráttu og fæ svona "thing" fyrir hlutum og stúdera þá eins mikið og ég get, m.a. þetta og þessi síða hjálpaði mikið. Hún var líklega gerð í upphafi til að fólk næði sem bestum árangri útúr vörunni sem þau keyptu og fyrir mikinn áhuga á viðhaldi. Ég myndi
aldrei benda neinum á þessa síðu ef ég ásamt fjölmörgum öðrum hefði ekki trú á henni og væri búinn að sannreyna að hún er góð.
Sumar síður eru algjört rugl en ég hef tröllatrú á þessari. Já, það eru ekki allar svona síður rugl. Dæmi: ég er búinn að vera í mörg ár að reyna að bæta á mig massa. Hefur gengið mjög hægt þrátt fyrir að ég hafi eytt fullt í einkaþjálfaravitleysinga (kannski hægt að líkja þeim við e-a svokallaða bónsérfræðinga útí bæ) og fæðubótarefni. Ég var alveg að fara að gefast upp á þessu og byrjaður að íhuga stera. Finn þá síðu sem er með virkilega góðum upplýsingum og plönum sem meika mikið sens. Og ég hugsa: "sakar ekki að gefa þessu fyrst séns". Panta bók þaðan og 3 mán seinna er ég búinn að bæta á mig 10 kg og líkamsfitan búin að minnka samt. Niðurstaða: það eru margar góðar síður með góðum leiðbeiningum en líka margar lélegar, í þessu dæmi þær sem sögðu að sterar væru eina leiðin fyrir menn eins og mig!
Ef menn hafa áhuga á því að læra þetta þá er ekkert að því að gera það frekar en að borga manni útí bæ fyrir e-ð sem manni finnst gaman að gera og getur gert vel sjálfur. Það eru góðar leiðbeiningar á þessari síðu, og ekki reyna að neita því án þess að benda mér á e-ð annað
Og síðan þetta með kústana. Það er búið að ræða þetta milljón sinnum á þessum spjallsíðum hér og gera rannsóknir úti. Þá hefur jafnvel komið fram að svampar geti rispað meira. Það er ekki sama hvernig maður notar þá og þú sem kallar þig svona mikinn sérfræðing og ert það eflaust getur ekki neitað því. Það er mjög hætt við að fólk noti of lítið vatn og svampurinn verður að vera tandurhreynn. Oft hefur niðurstaðan verið sú að það sé ekkert verra og jafnvel betra að nota góðann hreynan kústhaus en þetta er reyndar líka bara spurning um trúarbrögð. Ég hef yfirleitt reyndar notað svampa og mér finnst ég vera að sjá of mikið af rispum (swirl marks) eftir hann þrátt fyrir að ég passi mig eins vel og ég get og þrífi vikulega, oftar ef ég get. Þetta með að drullan sem er á bílnum rispi er rétt og ef þú pælir í því, þá er líklegra að svampurinn dragi hana með sér og rispi frekar en góður kústur sem er með sírennandi vatn. Það er kúnst að nota svamp rétt
Ég er ekki að segja að allir sem vinni við þetta séu amatur. Margir eflaust mjög góðir en það eru líka guttar sem vinna við þetta sem hafa ekki hundsvit á þessu og þekki ég t.d. einn. Annars er bara gott og blessað ef fólk vill frekar borga fyrir þessa þjónustu en
ég myndi persónulega ekki gera það og geri það ekki þar sem ég hef mikinn áhuga á þessu og finnst þetta gaman.
Það er ekkert að því að gera þetta sjálfur ef maður hefur metnaðinn og áhugann. Eða ertu kannski að segja að það séu aðeins sérvaldir menn, "gifted from god" sem geti meðhöndlað lakk rétt. Einhversstaðar verður maður að læra. Reyndu að vera aðeins víðsínari.
Og svona til að þú vitir það þá heiti ég Stefán Geir Reynisson en ekki Jón Jónsson
Ég rökræði við þig þangað til að þú bendir mér á af hverju þessi síða er svona léleg

Ef þú getur ekki rökstutt það sem þú segir skaltu sleppa því að hrauna yfir fólk.
Ég er að pósta þessu hér því þetta er síða fyrir áhugamenn um bíla sem hafa líklega allir áhuga á að gera þetta sjálfir og læra.
P.s ég er ekki og vill ekki vera með nein leiðindi, er bara að rökstyðja mitt mál