Þessi könnun, sem var gerð af Warranty Direct, nær til 100 algengustu bíltegunda í Bretlandi fyrir árið 2002. Þar sem ég hef mikinn áhuga á áreiðanleika bíla þá ætla ég að segja aðeins frá niðurstöðunni. Í heildina á litið þá hafa bílarnir bilað minna.
Þótt þetta sé kannski ekkert mikið BMW tengt þá er þetta eina síðan þar sem hægt er að spjalla á almennilegan hátt svo ég sendi þetta hérna.
Úrslitin koma þannig séð ekki á óvart. Japanskir og Kóreskir bílar raða sér að mestu í efstu 8 sætin. Mercedes-Benz er í 4. sæti og er langefst af evrópskum bílum og nær því afreki að vera ofar heldur en Honda, MMC, Hyundai og Nissan. BMW er töluvert ofar en Audi og VW, en mun neðar en Mercedes og meira að segja Fiat er ofar heldur en BMW. Alfa Romeo er í 21. sæti, en Land Rover vermir botninn. Raðað er eftir bilanatíðni per 100 bíla óhað öðru.
Listinn í heild sinni:
1. Mazda
Xedos 6 er með bestan árangur og 323, 626 og MX-5 eru einnig með mjög góðan árangur. Mazda var með elstu bílana í könnunni eða 6 ára sem sýnir hversu áreiðanlegir þeir eru. Það kostar hinsvegar meira en vanalega að gera við Mözdurnar. Algenstu kvillarnir eru fjöðrun og öxul.
2. Subaru
Subaru var í 11. sæti árið 2001. Algengast er vélavandræði og axlabúnaður. Subaru voru mjög dýrir í viðgerð, langdýrast að láta gera við þá, 3x meira en meðaltalið, og það gerir niðurstöðuna verri fyrri vikið.
3. Toyota
Carinan fær bestu niðurstöðuna, og Corolla kemur líka vel út. Viðgerðarkostnaður rétt yfir meðaltalið.
4. Mercedes
CLK og SLK ná í topp 5 fyrir einstakar bíltegundir. Niðurstaða Mercedes er frábær þegar tekið er tilllit til eldri bíla, t.d. 190 E og gömlu E bílanna. Viðgerð á MB tekur ívið lengri tíma, en viðgerðarkostnaðurinn fyrir hvert sinn er rétt yfir meðaltal.
5. Honda
Góð niðurstaða, sérstaklega því Honda voru með gamla bíla í þessari könnun. CRV jepplingurinn kemur vel út. Viðgerðarkostnaður um meðaltal.
8. Mitsubishi
Með næst elstu bílanna í þessari könnun. Bættu sig frá því í fyrra. Næst dýrastir í viðgerðum.
7. Hyundai
Voru í 14. sæti, þannig að þeir bættu sig mikið. Kostar rétt yfir meðaltal að láta gera við þá.
8. Nissan
Kemur smávegis á óvart að Nissan sé svona neðarlega, og sérstaklega kemur það á óvart að það sé aðallega vegna Primera og Sunny. Micra og 200 SX voru með góðan árangur samt. Hár aldur og dýrt að láta gera við þá.
9. Volvo
Voru í 6. sæti síðast. Frekar ódýrt að gera við þá. S40/V40 koma mjög vel út.
10. Fiat
Voru ofar síðast. Kostar minnst að láta gera við þá. Fiat Bravo og Brava koma mjög vel út, sem kemur mér nokkuð á óvart. Annars gríðarlega góð niðurstaðan.
11. BMW
Og loksins BMW. Kemur margt á óvart. 5-línan kemur frekar illa út, þá er það fjöðrun og öxull sem er að bögga eigendur, einnig er kæli- og hitunarbúnaður til vandræða sem og rafmagnskvillar. 3-línan kemur einnig nokkuð illa út, en þó ekkert mikið betur en 5-línan. Z3 kemur hinsvegar langbest út. Það kostar hinsvegar lítið að láta gera við BMW.
12. Volkswagen
Mun betri árangur núna en síðast. En ennþá slakt, algengustu bílarnir koma þó þokkalega út, en Corrado eiga einhverja sök á slökum árangri VW. Viðgerðarkostnaður um meðaltal.
13. Rover
14. Ford
Kostar lítið að gera við þá, en það kemur kannski ekki mikið á óvart, enda HELLINGUR af Fordum í UK þannig að varahlutir eru ódýrir. Nýju bílarnir, Focus og KA, koma vel út.
15. Audi
Voru í 9. sæti síðast. A3 kemur vel út, númer 6 samanlagt. Viðgerðarkostnaður rétt yfir meðaltal.
16. Peugeot
206 kemur vel út, 405 og 406 ekki. Viðgerðarkostnaður frekar lítill.
17. Renault
Renault Espace kemur HÖRMULEGA út sem gerir stöðu Renault svona slaka. Forðist að kaupa Espace ef þið eruð að pæla í því.
18. Citroen
Gömlu bílarnir eiga sök á þessu, sérstaklega loftfjöðrunarkerfið. Xsara kemur mjög vel út.
19. Vauxhall (Opel)
Betra en síðast. Því minni því áreiðanlegri. Opel Calibra gamli kemur illa út. Kostar lítið að gera við þá, enda eru varahlutir eðlilega ódýrir í Vauxhall landinu.
20. Saab
Slakara en síðast. Þeir gömlu, 900 og 9000, eiga sök á þessu. 9-3 og 9-5 koma þokkalega út.
21. Alfa Romeo
Voru neðstir síðast. Með yngstu bílanna. GTV lélegastur. 145 og 146 koma best út, en samt ekki vel.
22. Land Rover
Freelander kemur ömurlega út. Range Roverinn kemur næst verst út. Það kostar mikið að láta gera við þá, svo ég mundi bara láta þessa bíla eiga sig.