Veit ekki hvort þessi vara er seld hér á landi en þar sem margir versla nánast allt frá USA þessa dagana þá pósta ég þessu á nokkra bílaspjallvefi.
Í stuttu máli:
Umsjónarmaður og eigandi (Scott M. Shell) vefsíðu fyrir M.Benz 500E W124 eigendur gerði auglýsingasamning við þetta fyrirtæki, LEATHERIQUE.
Auglýsingaborðinn hefur verið í nokkra mánuði á síðunni án þess að umsamin greiðsla hafi borist.
Ég hef átt smá samskipti í gegnum netið við "S/M/S" og ekkert nema gott um hann að segja eftir þau, þess vegna treysti ég alveg að hann segi satt og rétt frá.
Eins og sjá má í linknum neðst setur hann fram öll "málsgögn" sínu máli til undirstrikunnar.
Í spjalli um þetta mál kom fram að hátt í 2000 "hits" hafa komið á þessa yfirlýsingu svo það er klárt að þessi framleiðandi tapar miklum viðskiptum útaf þessu.
NÁNAR UM MÁLIÐ:
http://www.500ecstasy.com/hallofshame/leatherreeks.html