Svessi wrote:
Til hamingju með þetta, ég get ekki að því gert að mér finnst þetta lang fallegasta litasamsetningin.
Þú átt örugglega ekki eftir að verða svikinn af þessum.
Er eitthvað hægt að komast að því hvað þú borgar svo fyrir þetta?
Þætti vænt að fá að vita það svona gróflega, er nefnilega mikið að pæla í að gera svona hlut fyrir sjálfann mig.
Sæll og takk fyrir það. Ekki það, ég hef ekki einu sinni séð hann ennþá.
Það er svosem ekkert leyndarmál hvað ég borgaði. Ég borga rétt rúma 1,4 m. fyrir bílinn kominn inn. Ég veit svosem ekkert hvað fólki finnst um það, það er ef til vill í dýrari kanntinum en á móti kemur að ég fæ bíl, eins og e´g sagði að ofan, sem er bara með tvo eigendur, pottþétta viðgerðarbók, þann búnað sem ég vil o.s.frv. Ég var búinn að leita soldið hérna og mér virðist verðið vera kringum þetta, sá einn nokkuð undir þessu en það var bíll sem var með FULLT af eigendum og mér fannst ekki virka mjög trúverðugur. Mér finnst þá bara betra að borga örlítið meir og fá bíl sem lítur betur út og verður þá auðveldari söluvara þegar maður þarf að losna við.
Eggert, kaupirðu þennan ekki bara af mér eftir tvö ár? Gætum komið upp svona systemi?
