Ég var að skipta um rotor arma áðan og slípaði líka bæði kveikjulokin. Lausagangurinn í bílnum hefur verið frekar dapur (er að misfire örlítið stundum) og ég var að vona að þetta væri ástæðan!!!
Sko, báðir kveikjuhamarnir voru mjög svartir og brunnir, og kveikjulokin voru hræðileg!!! Undir kveikjuhömrunum var járnið byrjað að riðga svo ég pússaði það líka niður áður en ég festi þá á.
Ég tímdi nú ekki að kaupa kveikjulokin strax (kostar 14.000kr) þannig að ég slípaði pinnana bara þangað til að sást í gegnum járnið aftur og hreinsaði með WD-40 (smá fúsk en virkar
En mikið rosalega skánaði bíllinn hjá mér

, lausagangurinn er samt ekki alveg nógu góður (örugglega bara kerti, sem verður skipt um fljótlega) en bíllinn er að virka MIKLU betur og miklu smooth-ari á botngjöf
Bíllinn var hættur að geta spólað á botngjöf í upptaki, en núna hoppar hann í spól og er bara bingbarabang upp í 140km (þorði ekki hraðar - nenni ekki að vera LAMINN af löggunni

)
Gamli rotorinn miðað við nýja (note bene, þarna var ég búinn að hreinsa skítinn úr þeim gamla - samt rosalega brunninn að innan)
Undir kveikjuhamrinum (allt orðið ryðgað og ógeðslegt)
Eftir hreinsun (reyndar hreinsaði þetta aðeins betur eftir myndatökuna)
Kveikjulokið allt brunnið (ath. var búinn að hreinsa lokið þarna, en ekki slípa járnin)
My engine
Komið aftur saman og orðið fínt
Þurfti að losa ''helling'' að vanda (alltof þröngt í þessu húddi

)
Var að taka kveikjuþræðina úr til að komast að þessu
Ég veit svo sem ekki hvort ykkur finnst gaman að sjá svona myndir og lýsinga af þessu, en mig langar alltaf að sjá hvað aðrir eru að gera og myndir af viðgerðum eins og á mörgum erlendum síðum
Mér finnst að við ættum að búa til svona dálk fyrir þetta, hvað segið þið
