Ef menn hafa áhuga, vilja bjarga sér sjálfir og eru með eitthvað á milli eyrnanna þá er lítið mál að kaupa bíl sjálfur!
Afskráning, tryggingar og plötur er ferli sem tekur um 15mín í þýskalandi.
Oftast verslar maður bíla með seðlum og skiptir á skráningarskírteini, lyklum og peningum.
Ef tveir menn standa saman og annar er með 2 milljónir ISK í evrum á sér en ekki hinn þá sést enginn munur. Ég var alltaf með peninga í innanáveski og svo bara 50-100Euro í veskinu. Maður náttúrlega tekur ekki upp 20x500Euro seðla í bakaríinu og fær sér bratwurzt og bjór!
Annars er ég núna með reikning úti og heimabanka og það tekur 1-2 daga að millifæra pening út og þá er hægt að gera local millifærslur í rauntíma, þ.e. gerist strax. Svo er náttúrlega mikill munur hvort maður borgi inn á bíl hjá BMW umboði án þess að fá lykla/skráningaskírteini eða hjá e-m tyrkja sem heitir Adali!!
ath líka að seðlagengi er alltaf óhægstæðara, námsmenn geta flutt út pening fyrir 150kr í KBbanka!