Bjarkih wrote:
gunnar wrote:
Er svona rosalega mikilvægt fyrir þig að hafa loftkælingu ?
Hann sagði einhverstaðar að frúin heimtaði það

. Sem er mjög skiljanlegt í þessum heimshluta. Allt of heitt á sumrin.
Ég er bara kátur á meðan frúin gerir ekki aðrar kröfur en 4 hurða (minnst reyndar) og loftkælingu...
En já... ég ætla mér t.d. að keyra til Ítalíu í sumar og það er ekki gaman með tvo grenjandi krakka í steikjandi hita!
Þetta er auðvitað MEGA fúlt - því bíllinn verður að vera hagstæður í langkeyrslu (skítt með innanbæjar) og með hagstæðan skatt og það er engin hægðarleikur að raða þessu saman. Af öllum þeim hundruðum bíla sem ég skoðaði á mobbanum og átóskát í gær og í dag, þá er engin skynsamlegri en Golfinn sem ég er á núna

- HUGSANLEGA einn E36 320 sem var smart, svartur á 17" AC Schnitzer...
THAT IS IT! Ég var með einn í sigtinu, en ákvað að hann væri ekki ferðarinnar virði vegna þess að hann var með smá ryði! Svo þegar ég var búin að afskrifa hann þá var annar CALYPSOROT Touring E30 325IX í 100% standi seldur
Veit reyndar ekki hvort ég á að skoða 325IX, er eyðslan ekki miklu hærri?