bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 25. May 2025 20:36

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject: Skráning meðlima 2005
PostPosted: Tue 26. Apr 2005 23:45 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Þá er loksins komið að því að skráning meðlima fyrir árið 2005
hefjist á fullu. Meðlimafjöldi í fyrra var framar öllum vonum,
og vonum við að enn fleiri BMW áhugamenn bætist í hópinn í ár.

Að sjálfsögðu átti þessi vinna að vera löngu farin af stað,
en vegna anna stjórnenda þá tafðist þetta.

Nú er tímabilið okkar frá 1. apríl 2005 til 31. desember 2005.
Ástæðan fyrir þessu er sú að við viljum færa meðlimatímabilið
inná almanaksárið. Árgjaldið er nú 2000 kr. Nánari upplýsingar
um skráningarferlið og annað slíkt er að finna á skráningarsíðunni.
Að öllu óbreyttu verður árgjaldið fyrir 1.jan'06-31.des'06 það sama.

Þeir sem skráðir voru meðlimir í fyrra fá nú senda greiðsluseðla.
Þetta er gert til að einfalda alla vinnu við skráningu og innheimtu.
Í þessum töluðu orðum er ég að setja greiðsluseðlana í umslög og
ættu þeir að skríða innum lúgur kraftakarla og kvenna í vikunni.

Sumarið er tíminn eins og einhver sagði og má búast við að
brjálað verði að gera á næstunni, samkomur, rúntar, grill og
margt annað. Einnig fer fyrsta árshátíð BMWKrafts að líta dagsins
ljós, ef áhugi félagsmanna er fyrir hendi. Nánar verður tilkynnt
um hana síðar. Meðlimir fá afslætti sem fyrr hjá fyrirtækjum
um bæjinn (sjá fríðindasíðu) og það er verið að vinna í því að fá
ný fyrirtæki inn og bæta kjörin. Hin vinsæli Bíll Mánaðarins mun
halda áfram að tröllríða bílasamfélaginu sem aldrei fyrr.
Þetta er aðeins brot af því besta og margt annað skemmtilegt
að gerast í klúbbnum sem ekki hefur verið tekið fram hér.

Einnig má geta þess að nú er ný pöntun af númeraplöturömmum
merktum www.bmwkraftur.is komin af stað og ættu þeir að verða
tilbúnir innan mánaðar. Meðlimir munu get keypt rammana
á kostnaðarverði. Tilkynningin verður birt þess efnis.

Við vonum innilega að sem flestir kjósi að gerast meðlimir
í BMW klúbbnum okkar, bæði nýjir og gamlir. Það er löngu sannað
að þeir sem eru saman komnir í þessu BMW samfélagi eru
með sterkari og skemmtilegri hópum sem menn hafa augum litið
í háa herrans tíð.

Kær kveðja,

Stjórn BMWKrafts


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 26. Apr 2005 23:54 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. May 2004 13:27
Posts: 1258
Ætla að skrá mig á næstunni :D . Bara er ekki á BMW............ ennþá 8) . Einn góðan veðurdag mun það gerast.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 00:35 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Búinn að borga þetta og sé ekki eftir þessum pening. Þessi klúbbur er búinn að standa sig með mikilli prýði um mun eflaust gera það áfram. :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 01:17 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Mon 06. Jan 2003 02:57
Posts: 170
Location: Vestmannaeyjar
já mér líst vel á þetta.. :D ég er sammála fyrri ræðumanni, sé alls ekki eftir þessum peningum!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 02:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Geng frá þessu um mánaðarmótin, tími til kominn.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 02:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Sama hér ;)

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 04:50 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 03. Apr 2005 03:44
Posts: 89
Gunni wrote:
... Einnig fer fyrsta árshátíð BMWKrafts að líta dagsins
ljós, ef áhugi félagsmanna er fyrir hendi. Nánar verður tilkynnt
um hana síðar...


Bara ein hugmynd. Þar sem "sumarið er tíminn", og þá sérstaklega fyrir bílakalla eins og okkur, er þá ekki ráð að setja þetta einhverstaðar á haustmánuði, svona til að lyfta okkur upp þegar það fer að líða að því að þurfa að setja sumardekkin undir? Bara pæling...

Annars millifærði ég um daginn, bara að bíða eftir meðlimskortinu... :D

_________________
Jónatan
xiberius@gmail.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 20:08 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Mon 19. May 2003 00:10
Posts: 104
Location: Kópavogur
ég gekk frá þessu um leið og ég sá þetta á heimabankanum
btw, verða kortin ekki seint von bráðar?
þarf að fara flassa því á allavega 2stöðum.

_________________
Sagan:
e28 528
e30 325IX x2
e32 730 V8 Shadowline
e39 530D Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 22:18 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Dinan wrote:
ég gekk frá þessu um leið og ég sá þetta á heimabankanum
btw, verða kortin ekki seint von bráðar?
þarf að fara flassa því á allavega 2stöðum.


Jú fyrsta sending af kortum er þegar farin og nú erum við bara að fara í næsta skammt.

kv. Gunni


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 22:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Minnz setti í dag 'peninginn þar sem munnurinn er' 8)

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 22:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Borgaði um leið og þetta datt inn í heimabankan.. þ.e. ég setti þetta á framvirka greiðslu og þetta verður greitt sjálfkrafa a eindaga, alveg óþarfi að gefa vextina eftir. :oops:

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 22:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Þetta hefur að sjálfsögðu verið greitt....

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 23:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Sá þetta fyrir nokkru í einkabankanum og var nú ekkert að borga þetta fyrrr en núna.

Ætlaði ekkert að borga fyrr en á eindaga eins og ég geri með aðra reikninga en nú ákvað ég að splæsa aðeins fram í tímann afþví að þetta er nú krafturinn :lol:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 27. Apr 2005 23:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Er hægt að fá skráasvæði? Fylgir það nokkuð með í kaupunum :wink:

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 28. Apr 2005 12:03 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
fart wrote:
Borgaði um leið og þetta datt inn í heimabankan.. þ.e. ég setti þetta á framvirka greiðslu og þetta verður greitt sjálfkrafa a eindaga, alveg óþarfi að gefa vextina eftir. :oops:


Það eru engir vextir ;) Það er fólki í sjálfvald sett hvort það gerist meðlimur, og því er engin innheimta né dráttarvextir :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 23 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group