jæjja núna fer meira dót að koma...
poly subframe fóðringarnar eru á back order hjá IE þannig að ég
cancelaði þær, enda voru þær bara græðgi og tilgangurinn var að
spara shipping þar sem gunni var að panta fullt af rusli frá þeim
sem var svo back orderað líka, þetta bíður því betri tíma.
Núna er svona komið til landsins og á bara eftir að tolla það út þetta
eru "Eyeball armar" eins og notað er í e30 m3 groupe N race bílunum
og eru þetta semsagt control arm bushings sem auka wheelbase
með því að færa framdekkin framar og eykur því caster í leiðinni.
Svo er ég að fara að panta svona, þetta eru adjustable swaybar linkur
að framan og er hann til þess að losna við preload af front swaybarinu
og er þetta mjög líkla ástæðan fyrir dekkjalyftingunum hjá mér þeas
preload á frontswaybar. Einnig panta ég nýjann "stock" swaybarlink
hinumegin þar sem að það er bara þörf á stillingu öðru megin.
Svo splæsi ég líka í nýja swaybarlinka að aftan, þá er ekki hægt að kaupa
adjustable nema ég kaupi bara heilt swaybar sem er adjustable.
Í bílnum mínum er núna 13,5mm rear swaybar og 20mm front swaybar
sem ætti að vera nóg fyrir mig í bíli, það er spurning um að skipta
í 22 eða 25mm að framan en ég ætla halda þessu aftur swaybari áfram.
Nýja vélin sem fer í hann í sumar er líka í góðum gír uppi á vélarstandi
og er ég núna að standa í að skipta um rafkerfi og fleira interesting.
Fæ svo gírkassa og nýtt drif með læsingu frá þýskalandi eftir ekkert
voða langann tíma held ég
Einnig er ég að bíða eftir verði á nýja framsvuntu þar sem fyrri eigandi
keyrði á eitthvað og beyglaði hana, TB er ekki enþá búið að svara mér
ætli ég þurfi ekki að hringja í þá og reka eftir svari.
Þegar nýja framsvuntan kemur fer hún í sprautun ásamt frambrettunum
sem ég á útaf því að brettin á bílnum eru byrjuð að ryðga og þá
set ég líka lippið á hann sem ég fékk hjá fieldy
Eins og má sjá td. á undirskriftar myndinni minn er ég kominn á
15" baskets ég póleraði kanntinn á þeim og sprautaði miðjurnar
svartar og setti 205/60 dekk á þær, ætla væntanlega að skipta
þeim út í sumar fyrir 215/45 dekk þarf bara að klára þessi fyrst
Jæja nóg í bili, meira update seinna
