bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 16. May 2025 22:09

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 16. Apr 2005 20:31 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Daginn
Heiti Sverrir, kallaður Svessi, var á rauðum Honda CRX V-tec ´91 (Ekki grindarvíkurbílnum) Sem ég lenti í að skemma fyrir jól, ætla ekkert að fara tala neitt um það, bara að einhverjir vita þá hver ég er. Var á rauðum, D. Charade sem ég kallaði Hræið á undan honum, sá bíll verður til sölu bara núna á næstu dögum ef einhvern vantar góðan og ódýrann bíl.

Allavega mig langar að reyna verða dálítið virkur hérna með ykkur í klúbbnum, var að fjárfesta í BMW 535iA ´89 sem hann Heimir átti, gamli bíllinn hanns Jonna.
Flottur bíll fyrir utan einhverja nokkra smáhluti sem verður gert við í sumar.
Jæja, svo ég sé on topic, það er stóra tölvan í þessum bíl og ég kann ekkert á þetta dót og kann lítið sem ekkert í þýsku. Veit einhver um leiðbeiningar fyrir tölvuna bara á netinu eða eitthvað, væri auðvitað best ef þær væru á ísl-ENSKU en allt í lagi að þær séu á ensku.
Því bróðir minn er líka með BMW 525iA ´92 sem hann er að gera við með félaga sínum og verður hann kominn á götuna eftir bara nokkrar vikur, hann er einnig með stóru tölvuna, væri ágætt að læra á hana alveg 100%.

Svo er annað, ég fékk þessar fínu 17” með bílnum og dekkin eru 255/40-17 að aftan og 235/45-17 framan, bíllinn er 1550 kg, max pressure í afturdekkjum er skráð 51psi á dekkjunum og 45 psi á frammdekkjunum, hver á pressan að vera? Með hverju mælið þið?
Svo finnst mér hann rása alveg rosalega á þessum frammdekkjum, þetta er samt rétt stærð sem gefin er upp fyrir bílinn, þau eru reyndar orðin dálítið slitin og þurfa á replacement að halda bráðlega, var að spá í hvort maður ætti þá að horfa á aðeins mjórri dekk eða aðra dekkjategund, hvað gerið þið? Felgurnar eru 8” breiðar að framan.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Last edited by Svessi on Sat 16. Apr 2005 21:18, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 16. Apr 2005 21:01 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Til hamingju með bílinn! 8)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 17. Apr 2005 16:00 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 11. Jan 2005 11:01
Posts: 356
til hamingju með bílinn, í sambandi við obcið (tölvuna) þá geturu bara leitað hérna á spjallinu að obc og þá kemur slatti af allskonar leiðbeiningum, t.d. til að breyta af þýsku yfir á ensku (líklegra að þú skiljir þá hvað hún er að segja) einnig geturu leitað bara á google.. að e34 obc eða eitthvað álíka.. ég var einhverntímann að spá í að upfæra obcið hjá mér og fann fullt af leiðbeiningum um að stjórna henni..

í sambandi við dekkin, þá skiptir miklu máli hvernig offsettið á felgunum er upp á það hvort þú átt að prófa mjórri dekk eða hvað.. eg er einmitt á 225/50/16 og hann á það til að narta í hjólförin, en á 215/50/16 (vetrardekkin) þá fann ég ekki fyrir hjólförunum...

sorry að geta ekki hjálpað þér meira í bili, en ég er frekar nýr í þessum bmw bransa eins og þú

_________________
E36 325ia 1993 (seldur)
E34 520i 1992 (seldur)
og eitthvað af öðru dóti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 17. Apr 2005 17:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Urrruuur.. ég var að vonast til að ná þessum bíl. Ah well, þá bíður maður bara eftir þeim næsta.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 17. Apr 2005 21:41 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 11. Jan 2005 11:01
Posts: 356
Kristjan wrote:
Urrruuur.. ég var að vonast til að ná þessum bíl. Ah well, þá bíður maður bara eftir þeim næsta.


mátt alveg gera mér tilboð ef þú vilt...

_________________
E36 325ia 1993 (seldur)
E34 520i 1992 (seldur)
og eitthvað af öðru dóti


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group