Jss wrote:
Var að skoða gamalt review um 328i E36 og þar segir að vélin í honum sé 30 kg léttari heldur en vélin í 325i því hún er úr áli og einnig sé hávaði inní bílnum að mig minnir 10 db minni á 100 km/klst sem er þó nokkuð þar sem lækkun um 3 db helmingar hávaðann! Það sem m.a. var gert til að minnka hávaðann var að breyta pústkerfinu og setja ventla í það sem opna það meira við meiri inngjöf en heldur því lokaðara þegar minni áreynsla er á vélinni.
Talandi um þessa frábæru 2.8 l vél, þá prófaði WhatCar e39 528, árið 1999, í samanburði við Audi A6 Quattro, Saab 9-5 3.0t og Jaguar S-Type, allir beinskiptir nema Saabinn sem var sjálfskiptur að staðalbúnaði. Auðvitað vann e39
auðveldan sigur á þessum bílum, en þótt að Bimminn var kraftminnstur, var hann samt fljótastur upp í 100 km hraða og eyddi langminnstu. Eyðslan sem WhatCar fékk úr þeim bíl, miðað við frekar mikinn sparakstur, var rúmlega 9 l á 100 km, ótrúleg niðurstaða fyrir bíl sem var 1500 kg, innan við 7 sek i 60 mph, 193 hö og með þetta stóra vél! Svei mér þá ef 2.8 l vélinn úr e39 hafi bara ekki verið sparsamari en 2.0 og 2.5 vélarnar.

Gamla 2.5 l vélinn sem 2.8 l vélinn tók við af var 192 hö og munaði þannig bara 1 hö, en 2.8 l vélinn togaði miklu meira og byrjar að toga fyrr. 2.8 l vélinn togaði 207 pund/fet, en gamla 2.5 l vélinn togaði 184 pund/fet.
Varðandi þyngd, þá er e39, sem er 8 cm lengri heldur en e34, samt léttari en e34. E39 var einmitt með mikið af áli í staðinn fyrir stál og náðu þannig að stækka bílinn og gera hann meira solid án þess að gera hann of þungan. Ansi magnaður bíll! Hans-Juergen Branz, einn af aðalmönnunum í þeirri deild í sem þróaði e39 á þeim tíma, sagði um bílinn þegar hann kom fyrst út:
Ummm, ah, well . . . it is the perfect car.
Stutt og einfalt.
