bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 23:32

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Afskráning bifreiða
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 17:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Sælir,

Ég er með einn bíl sem ég þarf að farga bráðlega. Hvernig er þetta með úrvinnslugjaldið.....Fæ ég ekki 15 þúsund fyrir hann jafnvel þótt ég sé búinn að strippa boddýhluti og drasl innan úr honum?

Samkvæmt urvinnslusjodur.is hljóðar þetta svo:
"Ákveðnar lágmarkskröfur gilda um ástand bifreiðarinnar þegar henni er skilað. Grunnkrafan er sú að yfirbyggingu og grind sé skilað og að hægt sé að bera kennsl á ökutækið með verksmiðjunúmeri þess. Verksmiðjunúmerið er jafnan á yfirbyggingunni, á grindinni eða á plötu sem fest er á mælaborð. Yfirbygging og grind mega vera skemmd og aðra hluti ökutækisins má vanta. Þannig má vera búið að fjarlægja rúður, innréttingu, hjólabúnað, ljósabúnað, rafbúnað, vél og þess háttar."
Það er ekkert talað um boddýhlutina, má ég ekki örugglega rífa hurðir, húdd og skottlok ?

Og eitt annað, ég heyrði það einhverstaðar að ÉG þyrfti að vera búinn að borga úrvinnslugjald af honum amk tvisvar áður en ég gæti krafist úrvinnslugjaldsins til baka. Er eitthvað til í þessu? Samkvæmt vefnum stendur bara að það þurfi að hafa verið greitt einu sinni, fyrir mér hljómar það eins og einu sinni frá skráningu bílsins.

Endilega látið ljós ykkar skína á þetta málefni :wink:
Og því miður fyrir áhugasama, þá er þetta ekki BMW :lol:

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 17:05 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Já mátt það

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 17:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Vá, skjót viðbrögð :shock: :lol:
En hvernig er þetta með það sem ég heyrði um að greiða þyrfti tvisvar af honum í mínu nafni áður en ég gæti fengið greitt tilbaka?

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 17:12 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Hef ekki hugmynd um það reyndar :?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 18:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Bíddu, ef maður hakkar þakið af bíl, fær maður þá ekki greitt fyrir hann ?

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 18:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Furðulegt að þeir vilji ekki wannabe cabrio bíla :lol:

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 18:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 30. Jan 2003 06:08
Posts: 3377
srr wrote:
Sælir,

Ég er með einn bíl sem ég þarf að farga bráðlega. Hvernig er þetta með úrvinnslugjaldið.....Fæ ég ekki 15 þúsund fyrir hann jafnvel þótt ég sé búinn að strippa boddýhluti og drasl innan úr honum?

Samkvæmt urvinnslusjodur.is hljóðar þetta svo:
"Ákveðnar lágmarkskröfur gilda um ástand bifreiðarinnar þegar henni er skilað. Grunnkrafan er sú að yfirbyggingu og grind sé skilað og að hægt sé að bera kennsl á ökutækið með verksmiðjunúmeri þess. Verksmiðjunúmerið er jafnan á yfirbyggingunni, á grindinni eða á plötu sem fest er á mælaborð. Yfirbygging og grind mega vera skemmd og aðra hluti ökutækisins má vanta. Þannig má vera búið að fjarlægja rúður, innréttingu, hjólabúnað, ljósabúnað, rafbúnað, vél og þess háttar."
Það er ekkert talað um boddýhlutina, má ég ekki örugglega rífa hurðir, húdd og skottlok ?

Og eitt annað, ég heyrði það einhverstaðar að ÉG þyrfti að vera búinn að borga úrvinnslugjald af honum amk tvisvar áður en ég gæti krafist úrvinnslugjaldsins til baka. Er eitthvað til í þessu? Samkvæmt vefnum stendur bara að það þurfi að hafa verið greitt einu sinni, fyrir mér hljómar það eins og einu sinni frá skráningu bílsins.

Endilega látið ljós ykkar skína á þetta málefni :wink:
Og því miður fyrir áhugasama, þá er þetta ekki BMW :lol:

svo lengi sem vin númreið er í grindinn þá færðu 15 kallinn og það þurfa öll gjöld að vera í skilum af bifreiðinni

_________________
523 E61 Touring
Mazda Rx7 Ekkert turbo vesen 12.060 @ 117.80
Clio 1,8 á R888 Ralycrossarinn
Hæðarstilli dekk ókeypis fyrir Reykjavik og nágrenni
Offical E30 H8R CREW
Member ONE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 18:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
gunnar wrote:
Bíddu, ef maður hakkar þakið af bíl, fær maður þá ekki greitt fyrir hann ?


Þú færð greitt,

Ask me how I know :)

En þarf maður ekki að eiga bílinn X lengi

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 18:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Okay, how do you know ? :lol:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 19:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
gunnar wrote:
Okay, how do you know ? :lol:


http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=1387

Þessi hérna fór á hauganna topplaus.
Ég sagaði toppinn og sendi hann norður,

Eina sem þarf í raun er að skila einhverju sem lookar eins og bíll og er með vin númeri

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 19:05 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 01. Mar 2004 11:18
Posts: 29
Location: Reykjanesbæ
Ég keypti í sumar tvær súkkur til að búa til eina fyrir konuna. Reif einn í varahluti og skilaði honum til úrvinnslu innan við viku frá því að ég eignaðist hann - þannig að þú þarft ekki að hafa átt hann í neinn ákveðinn tíma.

Hitt er svo annað mál að ég þurfti að skrá bílinn (borga eigendaskitptin) og ef ég man rétt líka greiða fyrir geymslugjaldið á númerunum til að fá að afskrá hann... Náttúrulega bara fáránlegt.

En þetta er ekkert mál samt :wink:

_________________
Kveðja,
Andri Örn
BMW E34 520i 1990


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 02. Apr 2005 19:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Ég borgaði eigendaskiptin fyrir nokkrum vikum síðan. Er búinn að nota það sem mig vantar og ætla að parta dýrið. Ef einhverjum vantar eitthvað í Renault 19 1.4 þá á ég það til :lol:
En takk fyrir hjálpleg svör 8)

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 03. Apr 2005 04:24 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Jæja, loksins einhver spurning sem ég get svarað!

Ég vinn á skrifstofunni hjá Vöku ehf að Eldhöfða 6 þar sem eitt af mínum verkum er að taka við bílum í förgun og gefa út skilavottorð.

Svo ég byrji bara á að svara spurningunni sem var startið á þessum þráð:
Já, þú mátt taka allt úr bílnum áður en þú fargar honum, einungis grindin þarf að vera og hún má vera í köku og vera búið að saga af henni, en það verður að vera hægt að lesa af henni boddy-númerið. Og sá sem skilar og ætlar að fá skilavottorðið verður að vera skráður eigandi og geta sýnt skilríki eða vera með vottorð frá skráðum eiganda þar sem stendur hver er skráður eigandi, hver fær umboðið, hvaða bifreið sé um að ræða, undirskrift skráðs eiganda og svo tveir vottar sem náð hafa 18 ára aldri, þannig að þið sjáið að yfirleitt er þægilegast að skráður eigandi geti komið sjálfur.

Svo verður að fara með skilavottorðið og bílnúmerin ef þau hafa verið á bílnum á næstu skoðunarstöð eða umferðarstofu og leggja það inn og þá er gegnið frá afskráningu ökutækisins í kerfinu og þið fáið skilagjaldið greitt, ef þið eruð ekki skráður eigandi þá verðið þið að vera með númer á bankabók sem skráður eigandi á því þá er skilagjaldið greitt inn á bankabók skráðs eiganda. Semsagt einungis skráður eigandi fær skilagjaldið greitt.


Og svo frekari upplýsingar hérna á eftir fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta sér þær:

Ef bílnúmerin eru á bílnum, ekki vera skila þeim fyrst inn því þá þarftu að fara borga um 900 kr innlagningargjald, en ef þú skilar þeim með skilavottorðinu þá borgar þú ekkert fyrir það, en það er skilda að skila þeim með inn.

Ef þú ert með bíl sem á að farga og þú getur ekki sjálfur komið honum á förgunarstað þá er Vaka með tilboð sem hljómar uppá 3000 kr að sækja bíl innanbæjar (Hfj, Gbæ, Kóp, Rvk, Seltjarn og Mosó) sem á að farga hjá Vöku. En gott er að vita þegar hringt og er pantað í hvaða ástandi bílinn sé, eru hjól undir bílnum, ef það eru hjól er sprungið, er þröngt að komast á bílnum, þetta er bara til þess að þá erum við ekki að senda bíl að óþörfu sem getur svo ekki tekið bílinn.
Annars er venjulegt verð á kranabíl hjá Vöku innanbæjar á fólksbíl 4200 kr og Jeppa 4700 kr.

Skilavottorð er einungis gefið þegar bifreiðin er komin á förgunarstað, engar undantekningar frá því.

Ef búið er að fá skilavottorð og búið að skila því inn og fá skilagjaldið greitt er engin leið til að bjarga bílnum aftur þótt hann sé ekki farinn í pressuna, þetta var reynt fyrir ekki svo löngu, vorum búin að gefa út skilavottorð fyrir bílnum, en þegar betur var að gáð var þetta sjaldgæfur, verðmætur bill í góðu ásigkomulagi og það var reynt allt til að fá ferlinu snúnu til baka og það var alveg ómögulegt, þessi bill var svo á endanum stípaður öllum hlutum og grindinni hent og svo fundu menn aðra grind af alveg eins bíl og er sá bill í uppgerð í dag án þess að ég fari nánar út í það hvaða bill það er.

Úrvinnslugjald er borgar tvisvar á ári með bifreiðagjöldunum, gjaldið er um 370 kr ef ég man rétt í hvert skipti, þetta gjald var fyrst lagt á árið 2003 á bíla nýskráða (ekki árgerð) ´88 eða seinna (semsagt nýrri bíla). Og skilagjald var 10.000 kr, í Janúar á þessu ári breyttu þeir reglunum svo bílar allt að nýskráðir ´80 eru með 15.000 kr skilagjald en það þarf að vera búið að greiða af þeim förgunargjald sem kom í sirka miðjum janúar sem var eins og áður sagði um 370 kr. Ef bíllinn hefur verið afskráður afskráður-týndur þá var þessi rukkun ekki send til skráðst eiganda og ekkert skilagjald fæst en marg borgar sig samt að láta farga bílnum og ganga frá því í kerfinu.

Hvort sem þið eruð að fá gefins bíl/druslu eða gefa einhverjum, alltaf, JÁ ALLTAF gera eigandaskipti, hversu mikil drusla sem það er, þótt það sé bara hjólalaust hræ, getur skipt miklu máli seinna. Að gera eiganda skipti kostar ekki nema 2500 kr ef þið látið gera það á næstu skoðunarstoð, ef þið farið beint niður í umferðarstofu þá kostar það 2330 kr. Eins og þið vitið sér Vaka um að taka númeralaust bíla sem hafa verið skildir eftir. Það er ósjaldan sem kemur fólk uppí vöku og segist hafa gefið bíldrusluna fyrir löngu síðan, lengsta sem ég sjálfur hef heyrt voru 4 ár, aldrei gengið frá eigandaskiptum, og svo gekk bifreiðin á milli margra manna og að lokum skilin eftir einhverstaðar, fær miða frá hreynsunardeild reykjavíkurborgar, við hjá Vöku tökum svo drusluna og finnum síðasta skráða eiganda og sendum honum bréf um að bifreiðin sé í vöku. Síðasti skráði eigandi ber ábyrgð á ökutækinu og gjörosvovel að borga gjaldið sem komið er á bílinn og þá getur hann yfirleitt fengið skilavottorð og gengið frá afskráningu.
Það skiptir ekki máli þá þótt búið sé að afskrá bílinn týndann, bíllinn er ennþá til og getur komið til ama seinna meir.
Og segjum sem svo að þú fáir einhverja druslu gefins, ekki gegnið frá eiganda skiptum, svo skilur þú bílinn einhverstaðar eftir númeralausan, Vaka tekur hann á endanum, skráður eigandi kemur og borgar kostnað, fær skilavottorð, þú kemst að því að vaka tók bílinn, og villt fá hann til baka, þá hefur þú engann rétt á ökutækinu.

Þannig að ef þið eigið einhverstaðar druslu sem er númeralaus og þið ætlið að fara farga henni og eruð að vesenast í því hvernig þið flytjið hana, þá marg borgar sig að fá bara vöku til að ná í bílinn fyrir 3000 kr og ganga frá þessu strax, það er miklu dýrara ef borgin er búin að biðja vöku um að taka bílinn og bíllinn er kominn upp í vöku.

Ef þú skuldar opinber gjöld sem eru yfirleitt bifreiðagjöld þá dragast þau frá skilagjaldinu, en ef þú átt inni bifreiðagjöld þá getur þú fengið þau endurgreidd einhverjum nokkrum dögum seinna.
Ef bíllinn er á númerinum þá átt þú ekki að þurfa að hafa samband við tryggingarfélagið, það á að gerast sjálfkrafa þegar gengið er frá afskráningunni, en það er ekkert sem segir að það borgi sig ekki að hafa samband bara til að tjékka á því hvort það hafa ekki allt farið rétt eins og það á að fara.
Ef að númerin eru í geymslu þá þarftu ekkert að spá í því, ég veit t.d. ekki hvernig það er ef lögreglan hefur klippt númerin af hvort þú þarft að borga eitthvað geymslugjald þá, ef einhver veit það þá væri ágætt að vita það.

Annars er næsta uppboð Sýslumannsins í Rvk sem haldið er uppí Vöku laugardaginn 9. Apríl, einungis er hægt að fá að vita hvaða bifreiða og skoða þær sem bjóða á upp, á uppboðsdag, svæðið opnar klukkan 10:00 og uppboðið sjálft byrjar 13:30 og staðgreiða þarf við hamarshögg annaðhvort með peningum eða debetkorti, kreditkort eru ekki tekin, ávísanir eru teknar með samþykki sýslumanns.

Jæja, nenni ekki að skrifa meira núna, orðinn geggjað þreyttur, ef það er eitthvað spyrjið bara, ég skal reyna svara eftir bestu getu.

Kveðja
Sverrir Már

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 03. Apr 2005 10:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Vá! Takk fyrir þetta innlegg.
Ég (og væntanlega flestir aðrir hér) erum orðnir töluvert fróðari um þessi mál núna :)
Ég er meira segja að spá í því að hringja í vöku þegar ég er búinn að strippa bílinn og borga þeim 3000 kr. 8)

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 03. Apr 2005 13:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
3000kr, það er ekki neitt,

Ég þurfti að borga 4500kr um daginn við að flytja bíl hérna í keflavík

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 17 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group