Þegar ég bjó úti í München í Þýskalandi var ég bæði að skoða mobile (og fleiri vefi) og rölta um á milli bílasala. Ég hætti hins vegar röltinu fljótlega því allar bílasölur eru með bílana skráða á mobile. Meira að segja mörg umboð skrá bílana sína þar líka. Maður kíkti svo bara á sölurnar ef maður sá eitthvað á Netinu sem manni leist á.
Það kostar að auglýsa á mobile en þeir halda fram að fimmti hver seldur bíll í Þýskalandi sé seldur í gegnum síðuna. Þetta er því mjög öflug síða.
Það er hins vegar ókeypis að auglýsa á autoscout24 þannig að margir gera það frekar en að auglýsa á mobile. Það sakar því ekki að skoða báða þræðina.
_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
