bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 20:44

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 02:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Image Image

Til sölu BMW 325i

Kom á götuna 08/89 (af færibandinu 04/89)
Delphin Metallic, dökkgrár að innan. Skoðaður án athugasemda ’06. Bíllinn er í mjög góðu ástandi, einstaklega þéttur og skemmtilegur í akstri, kvikindið hendist gjörsamlega áfram eins og 325i e30 ber að gera. Þetta er swap boddí’ið er 316i en það er búið að færa allt úr 325i bíl 09.86 sem ég keypti í Munchen í sumar og partaði í Þýskalandi. Sá bíll hafði aðeins tvo eigendur og var ekinn 153þús km með þjónustubók þegar ég reif hann. Bíllinn var í góðu lagi og ekkert að honum ég keyrði hann 600km svo skrúfaði ég hann í sundur!
Það eina sem eftir er úr 316i bílnum er boddý’ið með öllu sem því tengist hurðir, skott, húdd o.s.frv. Miðstöðin, teppið, öryggisbeltin og eitthvað smádót. Allt annað er úr 325i bílnum þannig þetta er ekki 316i með 2,5l vél heldur 316i sem búið er að breyta í 325i það er ekkert í þessum bíl sem er ekki eins og það á að vera í 325i.

Sportsæti
Topplúga
Sportfjöðrun orginal frá BMW
ABS
Check control
Hliðarsílsar samlitaðir (eftirlíking af M3 e36 sílsunum)
Augabrúnir
Kastarar
Vökvastýri
M-tech 1, 3 arma stýri
Svört nýru (sprautuð svört)
Shadow Line

Rafgeymirinn er í skottinu, diskar að aftan, allar jafnvægisstangir úr 325i bílnum, ABS’inu var swapað, rafkerfinu var swapað þannig það er CheckControl í bílnum og það virkar, allar festingar sem eru ekki eins voru soðnar í vélasalinn (loftinntak/relay/yfirfall fyrir kælikerfi/abs unit), flautan er úr 325i bílnum þannig það er alvöru hljóð þegar flautað er, vökvastýri var ekki staðalbúnaður í 325i ’86 en það var fengið úr ’89 325i bíl.
Það er búið að gera eitt og annað fyrir bíllinn. Teppið var tekið úr og háþrýstiþvegið, hluta af bílnum þurfti að sprauta, ný innrétting, nýtt stýri, bíllinn var endurryðvarinn að hluta samhliða öllum breytingum. Bremsuklossar allan hringinn nýjir, diskar í góðu standi. Allir vökvar endurnýjaðir vökvastýri/bremsur/gírkassi/drif/kælivökvi/vélarolía. Fyrri eigandi 325i bílsins notaði alltaf Full Synthetic olíu og ég setti því þannig olíu á vélina. Þessi vél malar eins og kettlingur, mjög fallegt m20 hljóð! Bensínslöngur voru endurnýjaður, stór hluti af bremsurörum m.a. vegna ABS væðingar. Fóðringar í gírstangarlið voru endurnýjaðar……

Orginal hátalarar allan hringinn, frekar gamalt Alpine kassettutæki, útgangur fyrir kraftmagnara og hægt að taka allt tækið úr bílnum með einu handtaki! Barn síns tíma. Ég aftengdi front/rear rofann og setti universal tengi í bílinn þannig það er lítið mál að tengja spilara. Ekkert bassabox og ekki neinn kraftmagnari bara góður bíll!

Bíllinn er á 14” "e30" felgum og nánast nýjum sumardekkjum á líka 15” felgur á góðum Toyo dekkjum. Svo geta fylgt með fjórar 14” "e30" felgur án dekkja fyrir vetrardekk. Semsagt felguval en verðið miðast við 8 felgur og 4 dekk. Sumir vilja nagla, sumir ekki og aðrir vetrarbíl!

316i VIN: WBAAB11020AA09179
325i VIN: WBAAB310901776231

Gallar: Ég mæli með nýrri tímareim, sprunga í öðrum kastaranum

Sjón er sögu ríkari.

Ég swapaði öllu dótinu og lagði mikið upp úr góðum frágangi, ekkert drullumix í gangi!
Bíllinn stendur fyrir utan hjá mér á númerum, skoðaður og tilbúinn!

Það er ekki læst drif í bílnum bara venjulegur 325i klumpur.

Ásett verð 490þús
Ekkert áhvílandi, bara bein sala.
Upplýsingar í S: 895 7866

Image
Þetta eru 15" felgurnar sem talað er um í textanum dæmigerðar e30 felgur ástandið er mjög gott m.v. aldur

Image Image
Innréttingin er einstaklega falleg, látlaus, stílhrein og tímalaus hönnun!
Image Image

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Last edited by Bjarki on Thu 24. Mar 2005 02:18, edited 7 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 02:31 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
Spenntur fyrir fleiri myndum. :bow:

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 05:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
áhugavert

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 10:29 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þvílíkur teaser að setja inn gömlu myndirnar 8)

En maður minn hvað þetta er flottur bíll. Get ekki beðið eftir að fá rúnt. Vonandi að þessi verði ekki seldur eins og síðast þegar ég átti eftir að fá rúnt :)

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 10:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
saemi wrote:
Þvílíkur teaser að setja inn gömlu myndirnar 8)

En maður minn hvað þetta er flottur bíll. Get ekki beðið eftir að fá rúnt. Vonandi að þessi verði ekki seldur eins og síðast þegar ég átti eftir að fá rúnt :)


Bjarki er orðinn góður bílasmiður :)
Pottþéttur bíll

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 10:42 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Úfff mig langar að sjá þennan gaur !
Hljómar allavega mjög vel :)

Og ef hann er eitthvað í líkingu við hina sem Bjarki hefur tekið inn þá er hann væntanlega MJÖG góður

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 11:07 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
Það eru komin ný sæti í hann síðan þessar myndir voru teknar er þaggi ?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 11:30 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 03. Mar 2004 12:35
Posts: 121
Afsakið truflunina en væruru til í selja bara felgurnar?
Bara aðeins að forvitnast.

_________________
Enginn BMW bara Honda!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 14:01 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Aug 2003 13:57
Posts: 1272
Location: Reykjavík
Einsii wrote:
Það eru komin ný sæti í hann síðan þessar myndir voru teknar er þaggi ?


Jú, Þessi bíll er kominn með sportsæti sem voru í ´86 bílnum sem hann Bjarki partaði.

Hlakka til þess að fá að taka í þennan grip hjá þér Bjarki... ;)

_________________
BMW 318i E46 1998 (Til sölu)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 19:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Jæja það viðraði vel í dag og ég tók nokkrar myndir af vagninum 8)
Hef fengið talsverð viðbrögð á auglýsinguna þrátt fyrir tvær sveittar myndir, fljótt flýgur fiskisaga :!:

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 21:13 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Nice 8)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 21:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 07. Dec 2003 17:36
Posts: 4044
Location: undir bíl eða ofaná kellingu..
mjög snyrtilegur og fallur bíll hjá þér Bjarki 8) Delphin Metallic töff litur :wink:

_________________
Aron Jarl Hillerz
1987 BMW e30 M-tech I Turbo (400+hp / 600+nm)
1990 Civic EF B18C6 (190hp)
1997 Subaru Legacy (winter)
1973 Malaguti Bolognia 49cc (2hp)
Go-Kart Rotax 125cc


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Mar 2005 22:18 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 27. Jul 2004 15:43
Posts: 25
Location: Reykjavík
Þessi er flottur Bjarki 8) enda gefuru bara flotta frá þér :D

_________________
Frank
325i '88 E30
Mazda 323F '90


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 19. Mar 2005 06:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
ghullfaææect!

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 19. Mar 2005 16:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Mjög flottur hjá þér 8)

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 88 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group