Bíllinn minn hefur verið frekar leiðinlegur undanfarið, hann er orðin mun kraftminni en fyrst og síðan kemur rosalegt kveikjuglamur þegar maður gefur í
Ég er ekki að segja að hann sé grútmáttlaus, alls ekki en jú miðað við hvernig hann var fyrst!!! Owner's manual er kominn í mælaborðið hjá mér sem bendir til að eitthvað sé ekki að virka rétt og síðan kemur stundum Check control þegar maður drepur á honum........
Og eyðslan er ekki nein, hann er kannski að eyða 15-18 lítrum venjulega og það er ekki eðlileg eyðsla miðað við mína keyslu
En það skrýtna er þetta glamur sem heyrist. Alltaf þegar maður gefur smá í þá heyrist svona glamur (eins og kveikjuglamur) nema þetta sé í AFM???
Var svona að spá í hvort hinn pressure regulatorinn sé að fara eða spíssar ???
Ætla með hann í tölvu fljótlega - þegar hann fór síðast í T.B þá var tölvan hjá þeim biluð þannig að þeir gátu ekki bilanagreint
Vitiði hvort svona tölva getur greint eitthvað ólag í kveikju eða AFM, eða spíssa og FPR
Mér dettur svona helst í sambandi við þetta glamur að þetta sé kveikjuglamur og að kveikjan (kveikjurnar) séu búnar að annað hvort flýta sér of mikið eða seinka. Geta þær gert það á svona nýlegum bílum ((maður veit að þetta er alltof algengt meðal chevy V8 vélar))
* Hver sagði svo að þessar vélar væri að standa sig vel

- þetta er alltaf bilandi

- eins og amerískir
