í dag fór ég að prufa 750ia bíl á sölu sem ég var að bjóða í,
það hefði kannski ekki verið frásögu fræandi nema fyrir það að þegar ég ætlaði inn í bílin þá virka læsingagnar bara ekki neitt, og kom þá í ljós að þetta var víst búið að vera eitthvað vesen eigandin hafði ekki komist inn í bílin og var búið að hringja á einhevrja neyðarþjónustu og lásasmið,
jæja en maður ég taldi þeim trú um að ég þekkti þessa bíla nokkuð vel og vildi endilega fá að prufa áður en rándýr fagmaður væri kveðin til náði að brjótast inn í bílin, sem væri ekkert merkilegt útaf fyrir sig nema bara að ég er ennþá hlæjandi af því hvernig
ég náði að opna skottlokið á bílnum og síðan mér til mikillar furðu þá náði ég að fara inní skíðapokan og troða mér í gegnum þetta líka pínulittla gat og inní bílin í gegnum armpúða/skíðapoka gatið

sem var engu síður ekki sú þægilegasta þraut sem ég hef hef reynt! ekki tók betra við bíllin var á FAST LOCK eða hvað sem þetta heitir og var því ekki fræðilegur í helv.. að opna bílin innanfrá heldur, og var hann orðin rafmagnslaus, þannig að ég þurfti mér til mikillar ánægju að troða mér aftur út sömu leið og ég kom inn
ég náði síðan að opna bílin og koma honum í gang og þá var hann á limp mode jey!! en sem betur fer náði ég honum af því líka

og já.. ég ELSKA aflið í v12
