Jæja, þetta var gaman.
Gaman að sjá hvað þið voruð duglegir að koma með getgátur.
Ég veit að þið vilduð að ég keypti E39 M5, en ég gat samt ekki sleppt þessum. Þegar maður getur fengið 3 svona á verði eins M5, þá fer maður að toga mikið í neðrivörina og ranghvolfa augunum.
E34 Touring er líka eitthvað sem ég væri virkilega til í að kaupa, en það verður að játast að sá bíll gæti verið mjög erfiður í endursölu. Þeir eru hins vegar söfnunareintök og eiga eftir að hækka mikið í verði miðað við hina. Reyndar eru þeir nú þegar orðnir frekar dýrir, varla undir 10.000 EUR.
Svo er aldrei að vita nema maður kaupi E34 525i/535i aftur. Það er hægt að fá svoleiðis bíla fyrir klink !
540i bifreiðin sem ég verslaði er núna í Hollandi og bíður þess að komast heim. Ég keyrði hann í gær frá Bonn, mjög ljúfur og fínn bíll.
Þetta er mjög góður pakki fyrir ekki meiri pening og þetta eintak sýnist mér vera það besta sem ég hef komist í tæri við. Ég meina, bíllinn er óaðfinnanlegur að mínu mati.
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=9470