saemi wrote:
BMW eru nú þekktir fyrir að hafa hlutina hannaða þannig að þeir taki við meira álagi heldur en þeir eru hannaðir fyrir með stöðuga notkun í huga.
En varðandi vélar, þá á það ekki að fara illa með vélina að snúa henni á hámarkssnúning. Jú ókei, það hljóta allir slithlutir í vélinni að eyðast meira, en það á ekki að verða þess valdandi að eitthvað skemmist.
Þessvegna skil ég vel að hámarkssnúningur sé settur 3-400rpm fyrir neðan hættumörk, en ég skil hins vegar ekki, ef hluturinn er hannaður fyrir meiri snúning en honum er leyft að fara í??? Til hvers er þá verið að hanna hann fyrir meiri snúning??
Ef þú ert að meina í þessu sem þú ert að tala um að vélin springi við 7900rpm þá finnst mér þetta bull, en eins og ég skil þetta, þá ert þú að meina að það sé óhætt að fara með vélina í 7900rpm og hún má þá skoppa upp í 81-300 án þess að allt fari til fjandans.
Ef þú ert að meina að skíturinn hitti viftuna þegar snúningarnir hitta 8000rpm þá myndi ég ekki vilja fara út í svona breytingu, maður veit aldrei hvenær maður klúðrar skiptingu

eða útslátturinn klikkar eða. eða....
Það sem ég meina er að vélin mín þolir í fyrsta lagi meira álag og lengur en aðra venjulegar vélar,
BMW segir no problem að stanslaust keyra í 7000rpm
8200rpm þá fara ventlarnir að fljóta, stífari ventlagormar og hún getur farið hraðar,
Kannski valdi ég vitlaust orð, hún var ekki hönnuð til að snúast í 8000+ heldur vill bara svo til að partarnir í henni þola það, og þeir þola lengur að vera í 7000rpm heldur en venjuleg vél,
Sveifarás og stimplar þola meiri snúning heldur en original redline segir það er rétt hjá þér það eru hlutir í heddinu sem þola það ekki, t,d væri ég skíthræddur að revva single ventlargormum yfir 6000rpm,
Ég hefði átt að segja,
Ventlarnir gætu farið að fljóta í 8200rpm annað gæti ekki gerst
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
