já sælir meistarar, enn og aftur er ég í þessum blessuðu hurðapælingum...
þannig er mál með vexti að allar hurðirnar, nema bílstjórahurðin, eru geggjað stífar þegar verið er að opna/loka þeim. þetta er pottþétt eitthvað í sambandi við unitin sem halda þeim opnum, en ég hef bara ekki tíma til að fara að stúdera þetta, þarf bara að vita hvað ég þarf að gera og græja það í hvelli.
já og ástæðan fyrir því að bílstjórahurðin er ekkert stíf er ekki bara vegna þess að hún er mest notuð, heldur líka útaf því að unitið sem á að halda henni opinni er eitthvað bilað/brotið, hún helst ekki opin.
ég er búinn að prófa að skella smurningu á hurðajárnið til að reyna að liðka þetta, þar sem það virkaði fyrir galantinn sem ég átti, en það gerði nú ekkert gagn fyrir bimmann...
ég er að sjálfsögðu að leita að CAEF* lausn...
CAEF = Cheap-And-Easy-Fix