Ég hef núna verið að reyna að fjarlægja þessa fáu galla í bílnum og núna er ég líklegast búinn að fjarlægja þessa skringilegu lykt sem kom í bílinn.
Svo byrjaði ég á hurðunum, ég er búinn að laga flesta gúmmílista til að þétta bílinn almennilega.
Búinn að fjarlægja bæði fremri hurðarspjöldin til þess að festa haldfangið á farþegapanelinu, eitthvað skítfix þar í gangi

Einhver hafði týnt skrúfum til að festa panelið og tekið eina handfangarskrúfu til að festa panelið
Núna er ég í vandamálum og leita ég á visku BMW-fróðra manna
Ytri Hurðarhúnn farþegamegin helst alltaf uppi þegar að hann er opnaður. Þetta veldur stundum leiðinlegum vandamálum með að loka hurðini, opna hana eða læsa henni
Þetta hinsvegar byrjaði í gær og er alveg að fara í kleinurnar mínar
Ytri hurðarhúnn bílstjórameginn neitar að opna hurðina, hann fer ekki eins ofarlega og allir hinir og mig grunar að þetta sé kannski eitthvað gormavesen
Já, það er hrikalega mikið vesen að standa í þessu
Ég þigg alla þá hjálp sem að þið gætuð gefið mér
Með fyrirfram þökkum
Óskar