Daginn
Jæja, loksins fyrsti pósturinn minn hérna á spjallinu, er reyndar búinn að fylgjast með í nokkurn tíma en annars heiti ég Sverrir Már og er kallaður Svessi.
Einhverjir kannast kannski við mig frá live2cruize spjallinu og einhversstaðar annarsstaðar frá.
Ég var á rauðum CRX VT ´91 núna síðast eða þangað til ég drap hann fyrir algjöra slysni síðast í Nóv. Var á D. Charade ´93 rauðum/bleikum/upplituðum fyrir þann tíma og á þann bíl ennþá í dag og hann verður sennilega til sölu einhvertíma á næstunni (ekinn 75.600 km í dag).
Reyndar byrjaði ég á því sem mig langar mikið í aftur, BMW E34 518i ´91 vínrauðum, átti hann í tvö ár eða frá Okt ´99 til Okt ´01, pabbi var reyndar skráður fyrir honum tryggingana vegna. Númerið var LZ-835 var komið dálítið viðhald á bílinn en annars var hann mjög vel með farinn. Þegar ég var að reyna selja hann þá stífbónaði ég hann og tók nokkrar fínar myndir uppí Heiðmörk og bjó til heimasíðu, ef einhver kannast við þessar myndir og á einhverstaðar í tölvunni hjá sér þá mætti sá hinn sami alveg vera góður og senda mér þær í pósti á
svessi@mmedia.is
Svo í rauninni er ég bíllaus og langar hrikalega til að kaupa mér BMW núna, en þeir sem eru í boði hér heima uppfylla ekki mínar kröfur eða eru allt of dýrir eða allt of mikið eknir eða ílla farnir eða eru fráteknir og aðrir sem bíða eftir því hvort sá sem hefur hann frátekinn ætli sér að kaupa hann, og svo enn aðrir þar sem bílasalan týnir lyklunum svo ég geti ekki skoðað bílinn og svo kemst ég að því nokkrum dögum seinna að bíllinn var í raunni seldur allann tímann.
Nú er ég alveg að komast að því sem þessi póstur átti upprunalega að fjalla um:
Ég er orðinn ansi heitur fyrir því að fara bara einfaldlega út til Þýskalands og ná mér í bíl. Ég er að horfa ansi stíft á aðalega E39 540 og svo aðeins á E38 740 í kringum ´97 - ´00.
Ég á vinafólk sem býr í Saarbrucken (ég veit postal code-inn) og nú fer Express að fljúga til Frankfurt Hahn sem er skylst mér í sirka 3 klukkutíma akstri frá (jafnvel fljótari með lest, samt ekki búinn að fá það staðfest) og svo er dagskeyrsla að fara til Rotterdam. Svo mér skylst að þetta sé þokkalegasta aðstaða sem ég myndi hafa.
Ég var með pabba í því að flytja inn bíl frá USA fyrir nokkrum árum og þekki nokkra sem hafa flutt inn bíla sjálfir og látið gera það fyrir sig svo ég er ekki algjör nýgræðingur í þessu.
Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér að láta einhvern gera þetta fyrir mig, veit um einn, en gallinn við hann er að hann er svo mikill Benz karl, segir að BMW bili svo mikið að það er ansi slæmt að vera með svoleiðis karl til að leita að BMW fyrir sig. Svo sé ég að þið bendið ansi mikið á Ágúst Magnússon, hvað tekur hann fyrir að finna bíl og flytja hann inn? En það er mest gaman að fara sjálfur og taka sér smá sumarfrí í leiðinni og fá að njóta bílsins sem maður keypti á auto-“bönununum”.
Ég er búinn að vera skoða mobile.de og autoscout24.de undanfarið og býst við að með því getur maður gert sér þokkalega vel í hugarlund gangverð á ákveðnum bifreiðum.
Ég er að miða við að ef ég gæti fengið virðisaukann endurgreiddan að miða við um 15.000 evrur en án þess að geta fengið virðisaukann þá um 13.000 evrur, ég er búinn að nota reiknivélina sem er heimasíðunni og sýnist mér hún vera nokkuð góð, allvega eins sú besta og þægilegasta sem ég hef séð hingað til ef ekki sú eina.
Þá kemur stóra spurningin, í fyrsta lagi, er MwSt. Og Vat claimable það sama?
Og ef ég kaupi bíl sem er Vat claimable, hvernig fæ ég það endurgreitt og hvernig lítur þá nótan út sem ég fæ eða verður löguð sem ég sýni svo tollinum hér heima?
Ég heyrði af einum sem ók inn til Tékklands og fékk þar einhverja pappíra stimplaða og það gilti alveg flott hjá honum. Þetta er hlutur sem ég þarf að fá á hreint hvernig virkar.
Segjum svo að ég sé búinn að finna bíl uppá 14-15 þús evrur og ekki er ég flytja neinn bíl út til að setja uppí svo ég stgr, hvernig er þjóðverinn í því að prútta niður verðið? Hef nefnilega heyrt ýmsar sögur af því.
Er einhver staður í Þýskalandi sem er betri en annar eða vitið þið um einhverjar mjög góðar og stórar BMW bílasölur eða bílasölusvæði?
Eins og ég var búinn að skrifa hérna fyrr þá er ég ansi heitur fyrir 540, vegna þess að það er þokkalegur kraftur í þeim, ekki eins rosalega þungir eins og E38 bíllinn getur orðið og bilanatíðnin í þessum 4.4lítra 8cyl vél er víst lítil að mér skylst og hægt að halda bensíneyðslu innan skynsamlegra marka.
Er þetta vitleysa? Á ég að pæla í einhverri annari týpu, á ég kannski að pæla í disel bíl eins og 530d, nú þegar þeir ætla að fara setja skattinn á verðið á disel-líternum í sumar? Annars hef ég ekki ekið mína bíla neitt rosalega mikið, að meðaltali um 15 þús km á ári.
Svo er enn annar hlutur, þar sem ég er mjög heitur fyrir 540 með 286 hp mótorinn sinn sem er heilmikið, þá er heilmikið aldrei nóg, svo ég hef verið að skoða supercharger kit á þetta, sem blæs um 6-7 pund, og pínir 400+ hp út úr vélinni.
Segjum sem svo að ég fengi mér 540 ´97 sem ekinn væri um 140 þús km, væri vitleysa að láta setja supercharger á það “mikið” ekinn bíl?
Hafið þið heyrt einhverjar slæmar sögur af svona “tjúni”.
Þetta er bara eitthvað sem mér finnst alveg hrikalega spennandi kostur því ég hef séð video þar sem sjálfskiptur E39 540 með supercharger virðist geta haldið í við E39 M5.
Já, ein spurning í lokin, er einhver tími sumarsins sem er betri en annar til að gera bílakaup í Þýskalandi?
Annars þakka ég bara þeim sem nenntu að lesa þetta og eru tilbúnir til að aðstoða mig ef þeir geta, og allar aukaupplýsingar eru vel þegnar.
P.S. Hvar og hvenær er næsta samkoma hjá ykkur?
Með fyrirframm kveðju
Sverrir Már