bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 18:33

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 24. Mar 2003 15:46 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jæja félagar.

Það er nú alltaf verið að ræða um kostnað við það að flytja bíla inn til landsins. Ég er nú einn af þeim sem er alltaf að sjá "góða díla" út um allt og er því mikið að spá í þessu.

Ég hringdi að gamni í ferðaskrifstofuna Austfar (472 1111) til að athuga með verð með Norrænu.

Það er ódýrast að fara frá Bergen í Noregi, en þaðan fer ferjan beint til Íslands. Ef farið er frá Danmörku þarf að gista 2 daga í Færeyjum á meðan ferjan fer til Bergen þaðan.

Verð í 4 manna klefa (miðað við 2 og 1 bíl) frá Bergen, eftir 23.08 eða fyrir 07.06 er 59,400.- Þar af er bíllinn rétt um 16.000.-

Verð frá Danmörku eins og að ofan er 84,000.- og þar af bíllinn 20,300

Eins og að ofan nema í bakpokaplássi er 71,200.

Ef senda á bílinn BARA EINAN þá kostar það 47-48,000. Það er sér verðskrá því þá er þetta sem frakt.

Samkvæmt þessu er langbest að keyra bíl til Bergen og fara þaðan til Íslands.

Þá sleppur maður með að borga aðeins 16,000 í frakt við komuna til Íslands. Það munar nú um minna þegar maður er að flytja inn ódýran bíl.

Með frakt til Íslands frá Evrópu með Eimskip eða sambærilegu er maður að borga einhvern 80,000 kall lágmark. Sennilega meira.

Ég hef ekki gert það svo ég get ekki sagt til um það fyrir víst. Ég hef bara flutt bíl með flugi frá Evrópu og það er ekki að marka því það var á spes díl.

Ég hef hinsvegar flutt bíl frá USA.

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Mar 2003 16:56 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Er það ekki bara toppurinn að fara út og sækja bíl! Og fá í bónus ódýra frakt :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Mar 2003 18:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ég held það .... :lol:

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Mar 2003 19:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Það væri ekki leiðinlegt að fá að prufa nýja bílin á hraðbrautum um evrópu.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Mar 2003 22:55 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Ég stefni allavega á það innan "fárra" ára að sækja M3 blæjuna sem ég "ætla" að kaupa! Alltaf gaman að láta sig dreyma. Þetta er örugglega ótrúlega gaman að kaupa bíl í Þýskalandi og keyra til Noregs!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Mar 2003 23:04 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
hlynurst wrote:
Þetta er örugglega ótrúlega gaman að kaupa bíl í Þýskalandi og keyra til Noregs!

Já djöfull væri samt pirrandi ef hann mundi bila á miðri leið hehehe...

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Mar 2003 23:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
BMW bilar ekki... :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Mar 2003 23:58 
og fara með bílinn á TRACK DAY eða driving school ekki væri það
verra,,, kítlar dulítið mikið að taka bílinn sem ég er að spugulegar í
að kaupa til þýskalands, bara til að skella sér á alvöru track ! 8)


Top
  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group