Jæja, held að það sé kominn tími á update.
Það sem ég er búinn að gera síðan síðast er KW 60/40 lækkun, gormar og demparar. Þetta breytir bílnum mjög mikið í akstri og ég get ekki beðið eftir sól, sumri og 17" til að prufa þetta almennilega.
Það var ekkert mál að setja þetta í, smá tími með Gunna (gstuning) og óskari í keflavík og dominos er eina sem þarf
Síðan er meira að gerast, ég er kominn með DEPO angel eyes sem er mega töff

Það er hinsvegar svakalega erfitt að taka myndir af þessu, koma ekki vel út, en það er photoshoot bráðum
Ég er líka kominn með svört nýru, rieger þakspoiler og augabrúnir. og já koma myndir bráðum.
Síðan er á leiðinn
M50B25 manifold sem á eftir að hressa aðeins uppá kraftinn og það styttist líka í M50B25 púst og á eftir að kanna hvort pústgrein af sömu sort eigi ekki eftir að vera sterkur leikur.
Ég lenti í því um daginn að steikja kúplinguna mína, en hún var kominn vel á tíma þannig að það kom ekki á óvart. En hinsvegar þegar maður er eins og við erum flest(ir) hér þá er ekki nóg fyrir mig að kaupa bara stock kúplingu. Ég ákvað að fara í dýrasta modið mitt hingað til og það er
E34 M5 kúpling og uuc stage 2 flywheel þótt þetta sé dýrt þá held ég að þetta sé þess virði og eigi eftir að höndla aflið sem mun koma í framtíðinni

svo ég tali ekki um flywheelið sem á eftir að breyta miklu.
Fyrst að ég var nú að panta frá uuc motorwerks þá ákvað ég að skella mér líka á
Evo 3 short shifer sem er flestum dómum sem ég hef lesið á netinu einn besti short shifter sem fæst á e36. Og ég gat nú ekki stoppað þar og ákvað að skella mér á smáhluti eins og
clutch stop v2,0 aka Big boy og
Clutch Arm Bushings bara sem fyrirbyggjanid ráðstafanir.
Þetta fer nú að vera komið gott í bili, eða svona þangað til maður á nægan pening í LSD, pústið og SMT6 og það ætti allt að vera komið fyrri bíladaga.
Núna er það bara að bíða eftir að allt nýja dótið komi og byrja að púsla saman
Ég reyni að pósta myndum frá lækkuninni, angel eyes og hinu dótinu um helgina