Já veistu, ég er ennþá frekar fastur á litnum þótt að, eins klikkað og þetta kann að hljóma, ég sé nú farinn að pæla í bíl sem er 2falt meira ekinn og verr búinn en þinn fyrir það að vera svartur

. Reyndar ódýrari á móti en eins og ég segi, mér finnst þessir bílar bara svo djöfull mikið bjútí svartir.
Ég einfaldlega
dýrka að bóna og þrífa svarta bíla enda fékk svarti benzinn hennar mömmu nánast aldrei að verða óhreinn þegar ég var alltaf á honum áður en ég eignaðist bílinn minn og alltaf með góða bónhúð. Hugsa að fólki hafi farið að finnast ég hálf klikkaður því það mátti varla sjást örlítið ryk á benzinum á sumrin því þá var ég farinn útá þvottaplan að þvo

. Því miður ekki hægt að vera jafn smámunasamur á veturna vegna drullugra vega og skorts á aðstöðu þótt ég hafi stundum leitað lengi að opnum þvottaplönum með rennandi vatn. Reyndar líka ágætis afsökun fyrir að taka smá rúnt en mútta var samt bara nokkuð sátt með það
En já, það er kannski auðveldara að halda d-bláum bíl "hreinum" en mér finnst bara þess virði að halda svörtum bíl hreinum og með sem mest "swirl free" lakk. Það sést þá allavega hversu vel það er hugsað um lakkið og þá kanski bílinn í leiðinni. Og ef þið viljið sjá hvað ég get verið smámunasamur á þrif, kíkið þá á
http://www.bettercarcare.com. Gaurinn þar er idolið mitt í bílaþrifsmálum

. Mjög góð síða um allt sem tengist bílaþrifi/bóni o.þ.h.
En ég hef þinn samt alltaf í huga. Greinilega eðaleintak! En næsta bíl ætla ég að eiga í þónokkurn tíma og ég ætla því að skoða möguleikana aðeins betur þar sem ég á gott eintak af sunny gti (believe it or not) sem dugir vel þangað til ég finn þann rétta eða þá að ég gefst upp á þessari litadýrkun minni og versla þinn
