bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 20:30

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 50 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 11:50 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Það er búið að vera þrælgaman að lesa þetta allt saman! Menn hafa ekki allir sömu skoðanir, sem er mjög gott :D Það sem uppúr stendur hjá mér er að ég er hjartanlega sammála Sæma og bebecar, ég myndi velja gamalt og gott any time framyfir nýtt "budget".

Sem betur fer velja flestir þetta nýja og fáir gamalt. Ég myndi hata það að eiga eins bíl og kannski tveir til þrír aðrir í sömu raðhúsalengju og ég bý í!

Svo las ég einhversstaðar hérna í þessu áðan að auðveldara væri að fá varahluti í nýja en gamla bíla. Það er náttúrulega ekki algilt. Ég get til dæmis lofað ykkur því að það er auðveldara að fá heddpakkningu í E21 323i heldur en nýlegan Opel. Veit um einn sem beið í slata tíma eftir að fá nýja heddpakkningu í Opel V6. Svarið sem umboðið gaf var að heddpakkningin ætti ekki að fara í svona nýlegum bíl og þess vegna væri hún ekki til á lager hjá þeim. Málið er bara það að allt sem getur bilað, það bilar... Nýtt eða gamalt.

Þegar ég tók upp vélina í gamla E21, gat ég valið úr 3-4 stöðum til að kaupa í hann heddpakningarsettið!

Svo það sem mér leiðist mest í sambandi við viðgerðir og viðhald nýlegra bíla er að það sem bilar mjög oft eru einhverjir skynjarar. Og hvert er hlutverk þessara skynjara? Jú einmitt að láta mann vita af því hvort eitthvað sé bilað :?

Ég kýs gamalt!!!!!!

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 13:02 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 07. Dec 2002 19:50
Posts: 137
Location: allavega ekki oní huddinu á BMW
ég verð nú að seigja að gamli e21 bmwinn sé nú ekki al slæmur í öryggi
og ég hef sönnun fyrir því að é hef lent í allvarlegum árekstri á mínum e21 sem var við collt 88 sem er 7 árum yngri coltin fór í banana að framann BMWinn sem for með mig veltur (8 samkvæmt löggu og tyggingunum) var skemdur enn ekki neit rosalega t0ppurinn var genginn nidur um 15 cm á hægra frammhorni og aðeins geinginn yfir það var ein rúða heil í bílnum og ég lifandi og svo gott sem óslasaður (var allavega nóumeðvitaður umm að hringja í vin minn og seigja að ég kæmist ekki til í að ná í hann því að ég hafi lent í "smá" árekstri :D ) ég gat opnað og lokað báðum hurðunum skorinu og huddinu

hvað með coltinn þá gat hann ekki opnað hurðarnar og framm endinnn var ónytur




ég veit ekki með ykkur og þá serstaklega "gesturinn" hvort funst þér öruggara BMWinn eða coltinn sem var þó 7 árum yngri

_________________
TOYOTA Hiace
KAWASAKI KXF 250


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 13:50 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Elli Valur wrote:
ég verð nú að seigja að gamli e21 bmwinn sé nú ekki al slæmur í öryggi
og ég hef sönnun fyrir því að é hef lent í allvarlegum árekstri á mínum e21 sem var við collt 88 sem er 7 árum yngri coltin fór í banana að framann BMWinn sem for með mig veltur (8 samkvæmt löggu og tyggingunum) var skemdur enn ekki neit rosalega t0ppurinn var genginn nidur um 15 cm á hægra frammhorni og aðeins geinginn yfir það var ein rúða heil í bílnum og ég lifandi og svo gott sem óslasaður (var allavega nóumeðvitaður umm að hringja í vin minn og seigja að ég kæmist ekki til í að ná í hann því að ég hafi lent í "smá" árekstri :D ) ég gat opnað og lokað báðum hurðunum skorinu og huddinu

hvað með coltinn þá gat hann ekki opnað hurðarnar og framm endinnn var ónytur


Gamli e21 er '81 og það þýðir að MMC Colt sem er 7 árum yngri er þá eins og þessi. Þarf að segja meira?

Ég hef séð alls konar bíla fara mjög margar veltur en ekkert hljóta mikið tjón af.

Elli Valur wrote:
ég veit ekki með ykkur og þá serstaklega "gesturinn" hvort funst þér öruggara BMWinn eða coltinn sem var þó 7 árum yngri


E21 er óöruggur, en það er MMC Colt '88 auðvitað líka. Hvað mundi gerast ef tvö MJÖG léleg fótboltalið mundu spila á móti hvor öðru? Annaðhvort liðið mundi sennilega vinna. Þetta er nákvæmlega það sama. Látum e21 '81 frekar klessa á Benz E-línu '02 og sjáum hvað gerist.

Ég skil engann veginn hvað það er verið að líkja e21 BMW við Daewoo Matiz eða MMC Colt '88. Það er þá naumast traustið sem þið hafið á e21 BMW að líkja honum við Daewoo Matiz og MMC Colt '88. Frábært, hann er öruggari en MMC Colt '88, þá er e21 sko öruggur! :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 13:58 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
iar wrote:
gesturinn wrote:
Ef bílar verða þeim mun meira tölvustýrðir þá eiga þeir eftir að bila minna. Tölvur gera ekki mistök, nema af mannavöldum! Þegar mennirnir hætta að skipta sér af þessu og hafa bara umsjón með tölvunum sem gera það sem fyrir þeim er lagt af svo til 100% nákvæmni, þá mun bilanatíðni stórminnka, bilanaleit eflast, öruggi aukast og kostnaður minnka, en reyndar mun frumleiki minnka og skemmtanagildi jafnvel líka. Tölvur eiga eftir að sjá um bilanaleit og viðgerðir á bílunum. Ekki fleiri glæpsamleg verkstæði. Ekki meiri leiðindar DIY viðgerðir.

Mér finnst þetta ágætis þróun, bílar verða öruggari, reyndar á kostnað skemmtanagildis. En það verður að fórna einhverju til að fá eitthvað. :wink:


Segðu mér eitt gesturinn, hefurðu notað tölvu nýlega? :lol:

Ég er frekar hræddur við að þróunin í hugbúnaðarbransanum, þar sem hugbúnaður verður sífelt stærri, hægari og bilanagjarnari, eigi eftir að fara illa í bílana. Ekki myndi mér líða vel vitandi að Microsoft Cardows eigi eftir að sjá um öryggi mitt í umferðinni... :?


Ég var einmitt að vona að "tölvunerðirnir" mundu styðja mig með tölvutalið. :? Ég hef allaveganna trú á tölvum í framtíðinni og að það mundi nást að fullkomna tölvurnar það mikið að bílarnir hljóti góðs af. Þróunin er á þann veginn að mennirnar bakka aðeins og tölvurnar taka við. Það er jákvætt, enda eru mennirnar ekki eins klárir og tölvurnar og einnig mistækari.

Ég skil nú bara ekki af einhver hérna hafi sagt að bílar hafi ekki bilað minna með tímanum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 15:48 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
já tölvur =) jé ok Gesturinn gerðu eitt fyrir mig náðu í vatns glas og helltu yfir skjáinn þinn.......

ok afhverju myndiru ekki gera það ?

jú það veldur skamm hlaupi, líklegast kviknar í honum og jú þú þarft að hlaupa og ná í eitthvað til að slökkva eldinn.

Hvað ef þetta var vatns glas í nýja rafdrifna glasa haldaranum þínum í bílnum sem þú óvart hristir og hann kipptist og sullaði yfir stírið þitt, sem er tengt við tölvuna í bílnum sem gerir einhvern skandall og eitthvað gerist það hviknar í mæla borðinu og þú ert jú dauður.

Eða ef þú fórst og skiftir um öryggi í bílnum og það rigndi smá í öryggja boxið en það skiftir engu..... lendir í árekstri 4 mánuðum síðar loft púðinn kom 2 sekúndum of seint útaf skamm hlaupi og braut hausinn á þér ?

Jú rafkerfi eru viðkvæm smá vatn getur drepið mann.

:P

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 17:39 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
morgvin wrote:
já tölvur =) jé ok Gesturinn gerðu eitt fyrir mig náðu í vatns glas og helltu yfir skjáinn þinn.......

ok afhverju myndiru ekki gera það ?

jú það veldur skamm hlaupi, líklegast kviknar í honum og jú þú þarft að hlaupa og ná í eitthvað til að slökkva eldinn.

Hvað ef þetta var vatns glas í nýja rafdrifna glasa haldaranum þínum í bílnum sem þú óvart hristir og hann kipptist og sullaði yfir stírið þitt, sem er tengt við tölvuna í bílnum sem gerir einhvern skandall og eitthvað gerist það hviknar í mæla borðinu og þú ert jú dauður.

Eða ef þú fórst og skiftir um öryggi í bílnum og það rigndi smá í öryggja boxið en það skiftir engu..... lendir í árekstri 4 mánuðum síðar loft púðinn kom 2 sekúndum of seint útaf skamm hlaupi og braut hausinn á þér ?

Jú rafkerfi eru viðkvæm smá vatn getur drepið mann.

:P



Tölvutækni er mjög stutt á veg kominn. Það á eftir að verða svo GRÍÐARLEGA MIKIL þróun hvað varðar þessa tækni að þetta á eftir að breytast. Vonandi, og örugglega, á eftir að leysa þessi vandamál með rafkerfi. Hvað er eiginlega langt síðan að bílar fóru að raftæknivæðast? Það er mjög stutt síðan og það á eftir að breytast til hins betra.

Ef bíll lendir í flóði eða mikið vatn fer inn á hann, þá að henda honum, þótt hann sé með mikið rafvæddur eða ekki.

Síðan er ekkert svaravert það sem þú segir um að skipta um öryggi og láta rigna á það. Rafkerfi er vissulega viðkvæmt, en ef haldið er rétt á spilunum þá á það ekki að vera til vandræða. Jú, kannski ef þú mundir hella vatni út um allt á tölvuna í bílnum, en þá værir þú heimskur. :roll: Og hvaða fáviti mundi hafa vatnsglas sem væri ekki lokað í bílnum sínum?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 18:46 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Smá pæling varðandi stöðu hugbúnaðar í tölvur í dag. Með flestum hugbúnaði fylgir sk. EULA (End User Licence Agreement). Þetta er í yfirleitt ótrúleg langloka á mjög torlesnu lesmáli sem í stuttu máli gengur út á að losa framleiðanda vörunnar undan allri (og þá meina ég allri) ábyrgð.

Nú er bara vonandi að þetta fari ekki að fylgja í bílana. Til að hafa smá dæmi þá tók ég úrklippu úr EULA fyrir hugbúnað frá stærsta hugbúnaðarframleiðanda heims með væntanlega útbreiddasta hugbúnað heims líka og yfirfærði örlítið:

Quote:
DISCLAIMER OF WARRANTIES. CARCORP AND ITS SUPPLIERS PROVIDE THE CAR "AS IS" AND WITH ALL FAULTS, AND HEREBY DISCLAIM ALL OTHER WARRANTIES AND CONDITIONS, EITHER EXPRESS, IMPLIED OR STATUTORY, INCLUDING BUT NOT LIMITED TO ANY (IF ANY) IMPLIED WARRANTIES OR CONDITIONS OF MERCHANTABILITY, OF FITNESS FOR A PARTICULAR PURPOSE, AND OF LACK OF NEGLIGENCE OR LACK OF WORKMANLIKE EFFORT. ALSO, THERE IS NO WARRANTY OR CONDITION OF TITLE, OF QUIET ENJOYMENT, OR OF NONINFRINGEMENT. THE ENTIRE RISK ARISING OUT OF THE USE OR PERFORMANCE OF THE CAR IS WITH YOU.


Mér er nógu illa við að samþykkja svona fyrir hugbúnað en hvað þá ef ég þyrfti að skrifa undir svona áður en ég keypti bíl. Frekar myndi ég ganga eða taka strætó.

PS: Já, ég les stundum þessi EULA áður en ég set inn hugbúnað. :roll:
PPS: Já, ég er snarruglaður! :lol:

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 19:32 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hihihihi, þetta er orðið mjög gaman.

Og þessi grein hefur virkilega skilað góðum hlutum í gegn, hér á netinu.

Ég held nefnilega að þetta sé í fyrsta sinn sem Elli Valur tók Caps Lock af þegar hann skrifaði ... :lol:

Elli Valur wrote:
ég verð nú að seigja að gamli e21 bmwinn sé nú ekki al slæmur í öryggi
................
...



Nei bara svona í gríni, ekkert illa meint Elli. En það er miklu þægilegra að lesa þetta svona ;)


Nú þetta með Matiz, best að breyta þessu bara í 2002 árgerð af passat það sem ég var að segja með öryggi E23 og Matiz.

I'll take on a Passat, head on anyday :!:

Ég tek bara með mér kodda og teipa hann á stýrið fyrst....

P.S. ég held ég sé búinn að blása nógu mikið með þetta málefni. Það þarf allavega að espa mig upp meira ef ég á að skrifa meira.

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 19:32 
Hér er gríðarlegur hressleiki í gangi og gaman að þessu. Mega svona umræður endilega halda áfram svo lengi sem að persónulegt skítkast er forðast.

Eftir að hafa rennt yfir öll þessi skrif í fljótheitum(örugglega 10.mín.) komst ég að því að enginn hefur skipt um skoðun í stórum dráttum.

Fyrir ykkur sem nenna ekki að lesa allar rökræðurnar þá er útkoman ca. þessi:

Saemi og Bebecar fíla eldri bíla í tætlur, sérstaklega +10 ára gamla BMW bifreiðar. Án þess þó að hafa e-ð mikið á móti nýrri bílum, þeim finnst bara meiri sjarmi og karakter í þeim eldri. Fylgjandi skoðunum þeirra eru að mér sýnist allir BMWKraftsmenn.

Gesturinn er meira fylgjandi eign nýrra bifreiða og horfir þá sérstaklega á öryggisþáttinn sem honum finnst ábótavant í þeim eldri. Fann engann sem að stendur þétt að baki skoðunum gestsins.

Áfram McLaren Mercedes!!! :shock: :o 8)


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 20:26 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Þetta eru vissulega mjög skemmtilegar umræður sem eru á jákvæðu nótunum, allir reyna að virða skoðanir annarra. Hér í þessu félagi eru líka skemmtilegur hópur góðra manna (og kvenna) sem geta spjallað um málin á málefnalegan hátt. Vona það haldist sem lengst! :D

Ég virðist kannski vera sá eini með þessar skoðanir hérna, en miðað við fjölda gamalla Bimma miðað við fjölda nýrra bíla þá er meirihluti almennings sammála mér. Ég er þó ekki á því að það sé mér í vil, enda ekkert sérstakt að vera týpiskur með týpiskar skoðanir. :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Mar 2003 20:32 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Aha, og frábært að enginn hafi farið út í skítkast. Maður gæti haldið að það væru jafnvel bara nokkuð þroskaðir einstaklingar í þessum klúbbi.... hehe, allavega nokkrir.

Keep it on :!:

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Mar 2003 15:03 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 07. Dec 2002 19:50
Posts: 137
Location: allavega ekki oní huddinu á BMW
það sem é var að benda á er að farðegarymið í BMWinum breittist nánast ekkert ég gat opnað hurðarnar á bílnum þrát fyrir það að vera búinn að fá bíl í hliðina OG fara veltu coltinn keyrði bara bient inni hliðiná mér é duglegri ferð (greinilega fyrst að ég valt) og gat ekki opnað hurðarnar hjá sér :wink:

_________________
TOYOTA Hiace
KAWASAKI KXF 250


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Mar 2003 18:14 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 21. Jan 2003 13:43
Posts: 878
Location: Reykjavík
ég var einmitt að selja 26 ára gamlann benz fyrir viku og var planið að fá sér t.d VW Gólf Ca. 99 og úpp úr í staðinn ..... prófaði nokkra golfa, corollur, Celicur ofl. ....á miðvikudaginn var ég farinn að prófa 20 ára gamlann Benz 230 E :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Mar 2003 18:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Jæja, best að taka þátt í þessu aðeins,

Gesturinn hefur alveg rétt fyrir sér með að 02 passat sé örruggari en ´81 E21, það þýðir ekkert að þræta um það,

En með nýja og gamla bíla, ég fíla gamla bíla, E36 er nýr í mínum augum,

Málið með nýja er allur fjöldinn af skynjurum, ef einn dettur út, þá gæti bílinn ekki farið í gang, ef tveir detta út þá kemstu ekki inní hann, þá er nánast vonlaust að gera neitt.
Þetta að of tölvuvæða bíla er bara lame og lélegt, fólk nennir ekki að keyra lengur, vill bara láta keyra sig, ein leiðinleg staðreynd með slys í bílum, ef enginn myndi láta lífið í bílslysi framar þá væri orðin offjölgun í heiminum um 2015 (Það deyja um 100.000mann í USA á ári, það væri þá 1,2milljónir manns auka bara í USA)

Svo með mengun, ég veit ekki hvort að þið vitið það en dekk á bílum menga meir en bílar sjálfir, Að meðaltali, það kemur verri mengun frá dekkjum en vélum, mann ekki hvar ég sá það en sá það samt

Og það mun enginn eiga 2002 árgerð af Passat VR6 árið 2022, því að reka þann bíl verður fáránlega dýrt, þá þýðir ekkert að rúnta niður í umboð til að láta lesa úr honum og ætla að gera við þetta sjálfur, alltof dýrt, og ef maður er ekki þvílíkur DIY týpan með VW Tölvu í skúrnum til að bilanagreina þá þýðir það ekkert,
Þetta er eins og maður segir með gömlu amerískur, eina verkfærið sem þarf er hamar og svo lemur maður bara ofaní húddið þangað til að vélin lagast, En í dag, þá þarf bara plug´n play sem kostar shitload, og svo er miklu erfiðara að fá viðgerða upplýsingar um nýja bíla en gamla, veit einhver hvernig á að gera við lausagangstruflanir í nýjum S-600, en ´78 Corvettu???? Frekar vettan því að það er miklu einfaldara

Það er það sem að Sæmi og Bebecar eru að meina,

Ef ég myndi taka árs afföll af 300hö 2002árgerð af bíl(M Coupe t.d) og leggja í viðhald árlega á mínum 325is með M3 vél þá myndi hann ganga endalaust, það er einnig staðreynd og hann myndi bjóða mér uppá sama gæða aksturinn ár eftir ár,

Að reka E21 323i í dag kostar ekki skít, og hann er miklu skemmtilegri en Passat, og það þarf ekki alltaf að versla nýaj varalhuti,
hvað myndi kosta að taka upp þessa passat vél þegar ábyrgðin rennur út, mörgum sinnum meira en E21 vélin,

Þegar er verið að útskýra strákar þá þarf að tala þannig að menn skili, ekki bara svona er þetta og svona er hitt,

Ég held að það þurfi ekki meir hugbúnað í bíla,
og með tækniþróun þá gerir þú Gesturinn ekki hvað þróunin er kominn langt, menn eru að fara að búa til harðadiska sem geyma gögn í ljósi(Holograph ljósi) og geta geymt miklu meir en venjulegir diskar,
Ef einhver segir að menn séu ekki þróaðir ættu að horfa niður á hvernig okkar heila samfélag virkar, þetta er ein stór keðja af samskiptum og framkvæmdum, allir eru að fara eitthvað að fara að gera eitthvað, fólk stendur bara ekki úti á götu að sleikja stein eða bíta gras, eða velta sér í drullu, allir eru að gera eitthvað, en önnur dýr láta hlutina bara gerast að sjálfum sér,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Mar 2003 21:06 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
það sem ég meinti með vatnsglasinu er það að það getur alltaf sullast á eitthvað rafdrasl í bílnum og eitthvað alvarlegt gerst vegna þess að bíllinn er of háður rafbúnaðinum í bílnum.

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 50 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 36 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group