Jæja, ég hef þá misskilið "repost" alveg. Á flestum spjöllum þýðir það að
viðkomandi mál er útrætt og maður hefði átt að fara í search og halda
kjafti. Gott að vita að þetta var misskilningur hjá mér.
Reyndar hef ég aldrei verið á móti "repost" þegar það var sama umræða í
gangi viku áður. Ég var bara að tala um "repost" þegar dagsetningin hefur
sýnt að umræðan var í gangi fyrir einhverjum mánuðum síðan.
En með dauðan á korkinum: Ég er ekki búinn að stunda þetta spjall nógu
lengi til að vita hvað er mikil hreyfing og vice versa svo ég tók bara það
sem Kristján sagði sem heilagan sannleika. Það er gott að korkurinn er
ekki að deyja út því ég hef gaman að lesa þetta við og við.
Og með samkomurnar... Þær eru náttúrulega bara snilld! Sveitt gaman að
hitta þennan góða hóp! Hlakkar til að fara í pool!
Kull: Ég býst við að leiðindin sem ég hef verið að sjá séu á söluþræðinum
en það er kannski bara eðlilegt því allir eru svo "hörundsárir" sem eru að
selja bíla. Og sérstaklega þeir sem smyrja vel á.
bjahja wrote:
En mér finnst margir vera alltof tens, ég meina Þótt einhver segir eithvað við mann sértstaklega á netinu þá þíðir ekkert að vera að taka það nærri sér eða æsa sig eithvað.
Sammála.
Ég vil benda á að ég hef ekki lent í neinu rifrildi hérna eða neinum
leiðindum. Ég hef eflaust bara séð nokkur fleim á stuttum tíma og
blöskrað þar sem ég hélt að þetta spjall væri nánast laust við það út af
háum meðalaldri sem er ekki raunsæ ályktun.
Segjum bara að þetta hafi verið blásið upp hjá mér. It's much better that way.
Ignorance is bliss!
