Sælir strákar (eru nokkrar stelpur hérna annars?

)
Ég keypti E39 520i fyrir um ári síðan. Fyrsti bimminn, og kom alveg einstaklega skemmtilega á óvart. Hreint frábær bíll !
Nú er ég búin að rúlla þetta í eitt ár og fór að skoða eyðsluna, þetta er jú sæmilega stór fólksbíll vegur rúm 1500 kíló, keyrður 150k með steptronic skiftingu.
Það kemur á daginn að í sumar var hann með þetta 10,1 til 10,7 á hundraðið ! Síðasta vetur var hann að taka þetta 11,2 til 12,5
Þá voru dagar þar sem ég kom að bílnum algerlega freðnum úti á bílastæði, opnaði hurðina, hallaði mér inn, rétt snéri lyklinum og vélin malaði á 700 rpm eins og hún væri heit meðan ég las á mælaborðið að það voru -19 gráður úti.
Ég keyri að mestu 15 mín. túra úr og í vinnu, en svo eru langir túrar inn á milli og eitthvað rúntað líka. Ég er ekkert með sundurliðað hvað eyðslan er í hverju tilfelli, þetta er svona meðaltal og vegur þá sjálfsagt mest túrarnir úr og í vinnu alla daga.
Nú væri gaman að heyra í ykkur hinum, sérstaklega þeim með 3-5 lítra vélar, hvernig eyðslan er. Menn hafa verið að væna þessa bíla (stærri Benz - BMW .... etc ) um mikla eyðslu. Haldið fram þumalputtareglu um minnst líter per hundrað kíló í eyðslu á hundraðið. Hvað segjið þið .. ?
Ozeki.