Spiderman wrote:
Mér finnst þetta bara gott mál, hefði reyndar vilja sjá Davíð keyra Audi-inn út. Mér fannst það flott hjá honum að dröslast á milljón króna Audi og vannýta alltaf fjárveitinguna fyrir nýjum bíl. Það getur engin sakað þann mann um bruðl eða snobb, forsætisráðuneytinu var alltaf skilað með afgangi í hans tíð, á meðan margir framsóknarráðherrar endurnýjuðu bíla sína ansi reglulega. Varðandi Halldór þá hef ég oft séð hann keyrðan um á 20 ára SE Benz, þrátt fyrir að sá bíll hafi verið varabíll í ráðuneytinu þá er þetta þessum mönnum ekki sæmandi. Minnir bara á forsetabíl í gömlu USSR

Fyrir 730, meira vit í þessu en uppgerðin á Packard skinkudollunni

Já hárrétt, reyndar er nú 300.000km nánast að keyra út! En jú, það mjög mikil skammsýni að halda því fram að það sé betra að "spara" launin til alþingismanna.
Þó það sé verið að skera niður sumsstaðar þá er staðreyndin sú að við erum gríðarlega framarlega á flestum sviðum. Heilbrigðiskerfið okkar er mjög gott í samanburði við flest önnur, fátækt er nánast ekki til og Íslendingar virðast vera með hamingjusömustu þjóðum heims.
Ég lít Ísland allt öðrum augum eftir að hafa búið í Frakklandi og séð hvernig hlutirnir eru almennt í evrópu. Lífsgæði á Íslandi eru ótrúlega há miðað við evrópu. Stundum þarf að líta í kring um sig til að átta sig á hversu gott við höfum það.
Ísland Best í heimi!!!!