Lindemann wrote:
fart wrote:
íbbi_ wrote:
já þvílíkt magn af þessum bílum.. ég veit nú til þess að það séu búnir að fara mótorar í allavega 3 bílum..
Örugglega allavega 10-15 aðilar keypt svona bíl sem þekkja ekki olíuneyslu þeirra og hvernig á að umgangast þá. örugglega 10-15 sem setja lykilinn í, snúa í gang og botnkeyra kvikindið frá 0°c olíuhita. Allskonar wankerar sem kaupa græjur sem þeir kunna ekkert á. Auk þess eru líklegt að menn séu að bottomfisha á mobile og kaupandi ódýrustu bílana með lélegri eða jafnvel engri sögu.
olíuneyslan virðist samt vera ansi misjöfn milli bíla......brenna allir, en sumir þurfa alltaf að vera að bæta á en aðrir þurfa þess örsjaldan.
Rétt, en það þarf samt að bæta á þá alla. Sumir fatta það ekki, sumir keyra eftir að olíuljósið kviknar, aðrir nota ranga olíu.... endalausar aðferðir við að drepa fullkomlega góðan mótor.
T.d. er bílskúr einn versti óvinur misgáfaðs ///M eiganda. Ég hef tekið eftir því að viðvörunarljósin á snúningshraðamælinum eru stundum öll slökkt eftir nóttina, þrátt fyrir að olíuhitamælirinn sé alveg við núllið. Maður sem hugsar ekki setur likilinn í gang, sér að engin ljós loga á Revcounter og keyra því strax í botni, án þess að bíða eftir því að olían nái c.a. 70°c. Við þannig akstur fer olían fljótt og mótorinn fljótar.