Binnz wrote:
Er alveg samála ykkur,
Myndi taka S50B3X yfir turbo anyday.
Það er miklu skemmtilegra power í S50 heldur en M20/M30/M50 turbo og miklu stabílara.
Annars klikkað project, er samt ekki alveg að digga innréttinguna.
Fyrir forvitnissakir, hefur þú keyrt M20/M30/M50 turbo?
Get ekki neitað því að mér finnst miklu miklu skemmtilegra power í m20 turbó heldur en í þeim S mótorum sem ég hef keyrt.
Vinnslan er jú ekki mikil milli 2-3k rpm ef maður er að byrja botna í 2-3 og 4ða gír en en eftir það þá kemur hrikalega mikið tog og power til redline sem að er þess virði að fórna 1000rpm vinnslusviði fyrir. Var að breyta aðeins setupinu hjá mér um daginn þannig að allt boostið kemur ekki allt inn í einu heldur fer stighækkandi til 5500rpm og eftir það full boost. (1,05bar í 4k og hækkar uppí 1,5bar í 5,5k)
Trackar betur núna og kemur powerinu betur til skila og bara gaman að keyra en kemur samt með mega power þegar boostið kickar inn í kringum 3k rpm.
En þetta er eflaust smekks atriði hvernig maður vill hafa þetta, eftir mína túrbó reynslu þá finnst mér hálf "dull" að maður finni ekki að power sé að aukast til muna á einhverjum snúningum heldur línuleg power kúrfa sem eykur powerið rólega.
Og áður en einhverjir byrja að flame-a þá er vinnslan milli 2-3k rpm svipuð eða betri en n/a m20, sem eru taldir sem vera ágætis mótorar fyrir utan ventlatikkið