Alpina wrote:
íbbi_ wrote:
eitt sem ég skil ekki, og það er hvað alpina er að brasa með að nota 320d sem grunn, sá samanburðatest þar sem 335d gjörsamlega valtaði yfir D3 alpina, handling sem og powervise, ef ég væri aðeyða í nýja alpinu væri ég ekki alveg sáttur viðþað, ég vildi sjá D3 sem tjúnaðan 335d
Gæti ekki verið meira sammála........ mega lame project og €€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€€
þetta er orðið full mikið GUZZI ,, prada stíll á mínum mönnum
vantar algerlega induvidual program,,,
eins og 335 með ITB + miklu meira boost t.d. heldur en nú er í boði,,,,, algert wannabe ALPINA þessi bíll þeirra
Margir tjúnerar sem eru með MIKLU ódýrari útfærslu.. smóka frá ALPINA B3S fyrir brot af ímyndinni ...
vantar the OLD days tjún sem var ALGERT MEGA þá ,,,,, í dag er þetta ,,,,,,, yfirborðskennd kaupmennska,,
ATH þetta á ekki við um B7 eða B5

þar er allt í standi
Sko, mér finnst menn soldið vera að tala út úr fleiru en munninum á sér í þessu sambandi og þar sem ég hóf máls á Alpina D3 BiTurbo ætla ég að halda áfram í löngu máli.
Einhver sagði að D3 væri baseraður á 320d BMW sem jú vissulega var reyndin. Í dag er kominn D3 BiTurbo einungis sem er Alpina með 123d vélinni.
Og fyrst ég er byrjaður, hvað er að Alpina með díselvél? Færð súper mótor, frábæra aksturseiginleika, flott útlit, sleppur við leiðinda M sport BMW fjöðrun sem og r(f)un flat dekkin.
Engu að síður var borið saman D3 (ekki sagt hvort viðkomandi átti við TT eða gömlu vélina) og 335d. Sá samanburður er á allann hátt óraunhæfur og í reynd bull. Grunnverð Alpina D3 BiTurbo er €37.700.-, 214 hö 4cyl dísel TT. 335d aftur á móti kostar í DE einnig €45.300 og er náttúrlega 286hö 6cyl TT.
Grunnverð á báðum bílum náttúrlega, en Alpinan er hinsvegar með fjöðrun og öllu Alpina dótinu s.s. felgum, lúkki og öðru meðan 335d er algerlega strippaður. Við það eitt að bæta basic M pakka við 335d er hann kominn í €49.000.- og án allra annarra aukahluta eða lita. Og er auk þess einungis ssk. Ég þekki þessa vél einkar vel, hef keyrt 535d mikið í eigu fjskmeðlims og fíla vel, en fíla bsk 123d sem dæmi engu að síður mun betur.
Aftur má segja að segjum að vel spekkaður 335d kosti án efa um €60.000.-, hversu langt er þá í lítið spekkaðann e90M3? Ég veit allavega hvað ég tæki ef valið væri mitt.
Varðandi Gucci, Prada osfr dæmið verð ég að vera algerlega ósammála. Þar tel ég að BMW sé að gera þann pakkann. Sem dæmi fæst ekki 3 series M sport bíll frá BMW í skemmtilegum lit (sem dæmi rauðum!) án þess að borga Individual sem kostar mega osfr. Ef það er ekki að mjólka kúnnabeisið þitt þá veit ég ekki hvað.
Og hvað er að því að Alpina færi sig neðar í stigann, bjóði bílinn sem BMW hefði átt að bjóða í upphafi, það er 3 series með TT 4 cyl vélinni með sínu lúkki, innréttingu, flottum litum osfr á frábæru verði?
Og að segja að þetta sé yfirborðskennd kaupmennska sýnir hversu viðkomandi mælandi er úr takti við allt og alla í dag að mínu áliti!
Prufiði að skoða reviews, long term reviews osfr frá hinum ýmsustu blöðum um D3 TT, betri dóma hef ég sjaldan séð. Sum stór blöð hafa jafnvel skýrt það sem hinn fullkomna bíl!
Ég er ekki að hallmæla 335d eða öðrum BMW bílum. Hef keyrt eins og áður sagði 535d M sport mikið, hef keyrt 335d, hef keyrt 335i og 123d svo eitthvað sé upptalið, en finnst menn vera komnir í tóma þvælu hérna og varð að redda því!
G