saemi wrote:
Vegna þess að þegar þú ert búinn að klippa gat í toppinn á bílnum, þá ertu búinn að skemma grindina í bílnum. Og út frá sparsli og suðum kemur oft ryð ef ekki er gengið 110% frá þessu.
Svo finnst mér líka mjög hæpið að bungan á toppnum verði rétt því að lúgan á E34 er ábyggilega mun stærri. Einnig gæti farið svo að toppurinn verði of lágur, veit ekki hvort lúgan er fyrirferðameiri en í í E34.
Svo líka finnst mér hæpið að lúgan komist fyrir í E21 boddíi, getur E34 lúgan runnið nógu langt aftur innan í þakinu?
Ég er ekki að reyna að vera svartsýnn, bara finnst þetta vera svo mikið project fyrir lítinn ávinning og mikil hætta á að þetta mistakist.

Þetta er allt mjög rétt hjá þér. Og þetta er ekkert grín að reyna þetta. Ég er einmitt hræddastur um ryð og að sparslið springi þegar reynt er á bílinn. Þá er spurning með að styrkja toppinn betur en þá er maður náttúrulega að tala um meiri þyngd

Já ég veit ekki, kannski bara rugl. En ég er ekki sammála því að þetta sé lítill ávinningur, allavega ekki fyrir mig

E21 með topplúgu er draumurinn sko
jens wrote:
Finst að þú eigir að halda áfram með þetta og gera þær mælingar sem þú
þarft til að vera viss, er til E21 topplúgubíll hér á landi.
Já ég ætla allavega að mæla og sjá hvort að þetta passi yfir höfuð.
Nei ég held að þeir séu allir ónýtir. Sé bara eftir að hafa ekki ryðbætt E21 323i bíl sem ég átti einusinni sem var einmitt með orginal topplúgu

Í staðin gaf ég hann.....
_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is