bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Aftur-hátalarar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8566
Page 1 of 2

Author:  318 IS [ Wed 15. Dec 2004 01:29 ]
Post subject:  Aftur-hátalarar

Hvernig afturhátalara get ég fengið mér þannig að ég þurfi ekki að breyta neinu í BMW 318is árg. 1994??

Author:  Bimmarinn [ Wed 15. Dec 2004 01:30 ]
Post subject: 

Bara það sem að passar, alavegana þegar að ég skipti hjá mér að þá mældi ég bara þá gömlu og keypti mér svo sett hjá Aukaraf af DLS með tweeterum, middlerange og crossowerum. Festi crossowerana upp í plötuna, og kom restinni fyrir í plastinu sem að kemur upp í plötuna og festist þar.

Author:  Einsii [ Wed 15. Dec 2004 09:09 ]
Post subject: 

það eru nokkuð flottir hátalararnir sem fylgja 318is þessir í boxunum.. ég mindi bara reina að stækka aðeins við þá í vöttum en halda þessum boxum.. þau gefa sona midrange kick ;) svo bara koma góðri 10-12" í skottinu og jú 5-1.4 alpine frammí.. góðann alpine spilara með stórum magnara og innbygðum crossover.. gerist ekki betra og líka án þess að breiti neinu :D

Author:  Gunni [ Wed 15. Dec 2004 14:46 ]
Post subject: 

Ég lét setja 6x9 hátalara í afturhilluna á mínum e36 án þess að mixa neitt. Þú getur alveg gert þetta sjálfur, en ég fór í 12volt og lét þá gera þetta. Kostaði innan við 5000 kall.

Ég keypti JBL hátalara í Sjónvarpsmiðstöðinni, og það var svo heppilegt að það var svona smá spacer sem fylgdi með þeim til að setja svona járngrind yfir. Hátalararnir voru bara teknir, spacerarnir settir á og svo var þetta skrúfað með 4 borskrúfur (bora sig fyrst í gegnum málmplötuna) í járnplötuna sem maður sér inní skottinu. Það er líka örugglega auðveldara að bora 4 lítil göt á undan skrúfunum. Þetta var alveg massagott og gott sánd í þessu.

Ég var svo með Kenwood hátalara framí 13cm með lausum tweeter sem var komið fyrir inní hurðinni í stað orginal tweeteranna, og JBL bassatúpu í skottinu.

Klikkaði ekki 8)

Author:  hjortur [ Wed 15. Dec 2004 15:26 ]
Post subject: 

Gunni wrote:

Klikkaði ekki 8)


Og hefur ekki klikkað enn :wink:

Author:  fannarboy [ Thu 16. Dec 2004 15:20 ]
Post subject:  bassabox

Hvernig er það síðan með bassabox þarf ekki að búa til port í hilluna eða opna á milli í aftursætunum þar sem handrest dæmið kemur til að fá bassann í gegnum aftursætið og allan þennan þéttleika.????
:oops:

Author:  Gunni [ Thu 16. Dec 2004 15:34 ]
Post subject:  Re: bassabox

fannarboy wrote:
Hvernig er það síðan með bassabox þarf ekki að búa til port í hilluna eða opna á milli í aftursætunum þar sem handrest dæmið kemur til að fá bassann í gegnum aftursætið og allan þennan þéttleika.????
:oops:


Ef þú ert með almennilegt dót þá þarf þess ekki. Ég var með 12" JBL túpu og góðan magnara og það heyrðist mjög vel inní bíl.

Author:  Svezel [ Thu 16. Dec 2004 15:50 ]
Post subject: 

Bassabox eru oftast með tíðnisvörun á bilinu 30-1000Hz. Hraði hljóðs í lofti er c.a. 340m/s þ.a. bylgjulengdin er >= 0.34m. Þvi færð þú allan hljóminn úr boxinu inn úr skottinu.

Author:  Einsii [ Thu 16. Dec 2004 17:25 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Bassabox eru oftast með tíðnisvörun á bilinu 30-1000Hz. Hraði hljóðs í lofti er c.a. 340m/s þ.a. bylgjulengdin er >= 0.34m. Þvi færð þú allan hljóminn úr boxinu inn úr skottinu.


Ha ? afhverju seigiru það.. hreifingin á loftinu þarf nú að skila sér eitthvað inn í bílinn ef hann ætlar að fá allt það sem keilan er að gera...annars þarf að keira keiluna svo up að það heirast meiri brestir í bílnum en frá keiluni

Author:  gstuning [ Thu 16. Dec 2004 17:31 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Bassabox eru oftast með tíðnisvörun á bilinu 30-1000Hz. Hraði hljóðs í lofti er c.a. 340m/s þ.a. bylgjulengdin er >= 0.34m. Þvi færð þú allan hljóminn úr boxinu inn úr skottinu.


En það má vera samt að það komi fínt hljómur inní bílinn samt sem áður

Author:  Svezel [ Thu 16. Dec 2004 17:32 ]
Post subject: 

Skottið er ekki í lofttæmi og keilan nær alveg að sveiflast til eins og henni sýnist. Það nægir til hreyfa loftið inn í skottinu og gefa bassaljóminn. Bylgjulengd bassa er svo það stór að hún kemst leikandi ódeyfð í gegnum sætisbök.

Aftur á móti gæti hæsta tíðni boxsins deyfst aðeins en þá ertu hvort eð er kominn inn á tíðni hefðbundinna hátalara svo áhrifin á hljóm eru hverfandi.

Author:  Einsii [ Thu 16. Dec 2004 17:55 ]
Post subject: 

Já ok :D.. En málið er bara að í gegnum þessar agalegu einangranir þarf að keira sterkar út þessar tíðnir og þá fer allt að nötra (nema menn séu dugleigir að rífa og þétta allt draslið afturí og eitthvað frammúr ) en mín reinsla af bæði E36 coupe og E34 er að það verði að opna eitthvað frammí til að fá allaveg það sem ég vil útur græjunum.. En svo nota ég líka bara 10" sem er að sjálfsögðu ekki að skila jafn miklu og 12"...Ég vil bara ekki þurfa að keira keiluna of sterkt þegar ég er ekki að hækka neitt að ráði, gefur bara ekki sama sánd :)

Author:  Svezel [ Thu 16. Dec 2004 18:06 ]
Post subject: 

Já raunveruleikinn er oft aðeins flóknari en fræðin segja og ekkert er betra en prófanir til að fá niðurstöðu í málið :)

Author:  Einsii [ Thu 16. Dec 2004 18:16 ]
Post subject: 

já og ekki er hægt að seigjast vera búinn að læra neitt fyrren maður er búinn að fá nokkur kV í hendina, næstum skera af einn til tvo butta, brenna af sér öll andlitshár og kanski brjót 3-4 bein ;)

Author:  Nökkvi [ Thu 16. Dec 2004 19:00 ]
Post subject: 

Ég setti græjur í 325i bílinn
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7794
Ég var einmitt í sömu pælingum að vilja fá hljóðið inn í bílinn en ekki bara að hafa það í skottinu. Það voru niðurfellanleg aftursæti þannig að ég gat ekki skrúfað bassann aftan á sætin en best hefði verið að nota gat fyrir skíðasmokk ef svoleiðis hefði verið til staðar.

Ég fór þá leið að sníða MDF plötu undir stálgrindina í skottinu og reyndi að þétta meðfram. Ég skrúfaði svo bassakeiluna þar upp og notaði skottið sem loftþéttan kassa en hreyfingin á loftinu skilaði sér upp og inn í bílinn. Til að hleypa loftinu betur áfram þá gataði ég stálhilluna aðeins (held að hún hafi nú ekki misst neinn styrk af ráði við það). Afturhillan nötraði heilmikið við mikinn bassa en sem betur fer hélt hún kjafti og var ekki að syngja með.

Ég sleppti nánast alveg að hafa afturhátalara. Í staðin setti ég bara góða framhátalara en því miður er ekki pláss með góðu móti nema fyrir 13 cm hátalara framí á E36.

Það voru tveir gallar við þetta kerfi. Ég var með bassa sem var hannaður til að keyra í boxi og skottið var of stórt til að hann svaraði nógu fljótt og gæfi nógu góðan hljóm. Þetta mætti laga með því að hafa bassann í réttri stærð af boxi eða kaupa svokallaða "Free Air" bassakeilur sem eru hannaðar til að nota skottið sem box. Hinn gallinn var að það vantaði midrange í bílinn. Það var of mikill stærðarmunur á 12" bassanum aftur í og 13 cm hátölurunum fram í. Þetta mætti laga með millihátölurum aftur í.

Ég vil hins vegar hafa hljóðið fyrir framan mig þegar ég er að hlusta (maður stendur/situr ekki með bakið í hljómsveitina á tónleikum). Því var ég ekki með hátalara afturí. Ég held að það væri góð lausn að vera með tvær 8" aftur í og svo framhátalara. Þetta er held ég betri lausn. Ef maður vill svo ná allra dýpstu tónunum þarf maður stærri bassa sem getur þá verið í mono aftur í skotti.

En annars sýnist mér að við séum komnir langt fram úr þeim sem startaði þessum þræði, hann ætlaði bara að fá sér venjulega hátalara afturí. 8)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/