Ég setti græjur í 325i bílinn
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=7794
Ég var einmitt í sömu pælingum að vilja fá hljóðið inn í bílinn en ekki bara að hafa það í skottinu. Það voru niðurfellanleg aftursæti þannig að ég gat ekki skrúfað bassann aftan á sætin en best hefði verið að nota gat fyrir skíðasmokk ef svoleiðis hefði verið til staðar.
Ég fór þá leið að sníða MDF plötu undir stálgrindina í skottinu og reyndi að þétta meðfram. Ég skrúfaði svo bassakeiluna þar upp og notaði skottið sem loftþéttan kassa en hreyfingin á loftinu skilaði sér upp og inn í bílinn. Til að hleypa loftinu betur áfram þá gataði ég stálhilluna aðeins (held að hún hafi nú ekki misst neinn styrk af ráði við það). Afturhillan nötraði heilmikið við mikinn bassa en sem betur fer hélt hún kjafti og var ekki að syngja með.
Ég sleppti nánast alveg að hafa afturhátalara. Í staðin setti ég bara góða framhátalara en því miður er ekki pláss með góðu móti nema fyrir 13 cm hátalara framí á E36.
Það voru tveir gallar við þetta kerfi. Ég var með bassa sem var hannaður til að keyra í boxi og skottið var of stórt til að hann svaraði nógu fljótt og gæfi nógu góðan hljóm. Þetta mætti laga með því að hafa bassann í réttri stærð af boxi eða kaupa svokallaða "Free Air" bassakeilur sem eru hannaðar til að nota skottið sem box. Hinn gallinn var að það vantaði midrange í bílinn. Það var of mikill stærðarmunur á 12" bassanum aftur í og 13 cm hátölurunum fram í. Þetta mætti laga með millihátölurum aftur í.
Ég vil hins vegar hafa hljóðið fyrir framan mig þegar ég er að hlusta (maður stendur/situr ekki með bakið í hljómsveitina á tónleikum). Því var ég ekki með hátalara afturí. Ég held að það væri góð lausn að vera með tvær 8" aftur í og svo framhátalara. Þetta er held ég betri lausn. Ef maður vill svo ná allra dýpstu tónunum þarf maður stærri bassa sem getur þá verið í mono aftur í skotti.
En annars sýnist mér að við séum komnir langt fram úr þeim sem startaði þessum þræði, hann ætlaði bara að fá sér venjulega hátalara afturí.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
