bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 20:58

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page 1, 2  Next

Ef þú tvöfaldar snúninga í sama gír tvöfaldast hraðinn þá
52%  52%  [ 14 ]
Nei 48%  48%  [ 13 ]
Total votes : 27
Author Message
 Post subject: Snúningar vs. Hraði
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 12:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ok, ég er með tæknilega spurningu handa ykkur

Eftir samræður við meðlim spjallsins í gær ákvað ég að athuga hvað menn hafa að segja um þetta

Málið var að ég held því fram að bíll mun tvöfalda hraða sinn ef hraðinn í vélinni er tvöfaldaður, t,d 2000rpm í 4000rpm

Meðlimurinn sem ég var að tala við vildi ekki meina að svo væri

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 12:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ok, þeir sem segja að hann tvöfaldi ekki hraða sinn vinsamlega útskýrið mál ykkar

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 13:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Is this a trick question??? :shock:

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 13:14 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jul 2004 13:39
Posts: 1099
Location: Sønderborg, Danmark
ég veit svo sem ekkert mikið um þetta en fer þetta ekki eftir gíhlutföllum og felgum og flr.

eða ekki, vá sjjit þú ættir að leggja þessa spurnigu fyrir eh vísinda mann ekki okkur :shock:

_________________
Merkur(sierra) xr4ti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 13:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
sindrib wrote:
ég veit svo sem ekkert mikið um þetta en fer þetta ekki eftir gíhlutföllum og felgum og flr.

eða ekki, vá sjjit þú ættir að leggja þessa spurnigu fyrir eh vísinda mann ekki okkur :shock:


Ég er bara að spyrja um hvað þið haldið ekki endilega hvað þið eruð vissir um...

Og þetta er ekki trick question
Gefið er að maður skipti ekki um gír eða neitt svoleiðis, bara 5gír t.d frá 2000-4000rpm

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 15:11 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Tvöfaldast hann ekki bara ef hlutföllin eru 1:1 ?

Ég meina, ef ég er í 2000 snúningum, þá er ég á ca. 80-90, en á 4000 snúningum er ég í ca. 140-150.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 15:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
komdu með þetta Gunnzó.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 15:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ok, hérna er excel skjal sem er bæði gott að eiga og nota

http://home.no.net/ovekvam/compeng7.xls

Spáið í þessu , vélin er tengt við gírkassan með kúplingu, og það er tengt við gíra og þeir eru tengdir við drifskaft og það er tengt í drif og það er tengt svo í dekkin,, það er hvergi neinn staður þar sem að einhverjir snúningar geta týnst

Ef þú snýrð vélinni tvöfalt hratt þá snýst kúplingin líka og svo gírarnir líka
(inn koma 1000rpm og út fara 810rpm í 5gír miðað við 0.81 5gír)
það fer í drifskaftið sem fer svo í drifið (miðað við 3.73 drif þá verða 810rpm í 3021,3 snúningar) og út fer það beint í dekkin og við vitum að ef þau tvöfaldast í hraða þá fer bílinn tvöfalt hraðar þar sem að þau covera tvöfalt meira per tíma en áður

hlutföll í kassa og drifi hafa ekkert að segja

T.d ef við aukum hraðann í 2000rpm þá verður 5gír 1620rpm út í drifskaft
úr drifinu verður það þá 6042,6 eða akkúrat tvöfalt meira en 3021,3snúningar

Það sem að truflar ökumann að sjá þetta er að mælaborðið er framleitt vitlaust,, BMW mælaborð eiga það til að vera alltað 10% vitlaus,
sumir komast í 270kmh á mæli þegar þeir komast ekki hraðar(í raun þá á 250kmh samkvæmt tölvunni, drifinu )

Annað sem er einnig vert að benda á að ég veit það fullvel að dekk eiga til að auka ummál sitt á miklum hraða þá vel yfir 200kmh+ þar sem að miðflóttar aflið í þeim ýttir loftinu alltaf út og miðjan í dekkinu er aumasti hlutinn og því eykst ummálið í miðjunni og raun ummál verður því meira,
en þar sem að við erum að tala um að 245/34-17 dekkið mitt er um 1930mm í ummál og lengist um kannski fáeina mm þá er það ekki pælinginn hérna

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 16:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Ertu þá að tala um ef þú keyrir bílinn í vacúmi? :wink: Því annars gildir náttúrulega loftmótstaðan eitthvað.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 16:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Loftmótstaða breytir ekki gírhlutföllum.

Þetta er alveg rétt hjá Gunna því kerfið frá vél og út í hjól er því sem næst línulegt

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 16:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Svezel wrote:
Loftmótstaða breytir ekki gírhlutföllum.

Þetta er alveg rétt hjá Gunna því kerfið frá vél og út í hjól er því sem næst línulegt


Veit það, en spurning
Quote:
Málið var að ég held því fram að bíll mun tvöfalda hraða sinn ef hraðinn í vélinni er tvöfaldaður, t,d 2000rpm í 4000rpm
þannig að spurningin er um hraða bílsins en ekki hraða hjólanna, þannig að loftmótstaða hlýtur að vera factor.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 16:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ja ég geri nú ráð fyrir því að Gunni ætli ekki að vera að spóla í 4000rpm. :)

Hjólin tvöfalda snúning sinn ef vélin tvöfaldar snúning sinn og eina sem loftmótstaðan gerir er að gera vélinni það erfiðara fyrir. Ef hjólin tvöfalda snúning sinn þá tvöfaldar maður hraða bílsins einnig nema að hjólin séu að snúast hraðar en bíllinn hreyfist (spóla).

Ég er alveg eins á 100km/klst þegar mælirinn sýnir 100km/klst á Reykjanesbrautinni þótt það sé mótvindur eða ekki. Það er bara meiri vinna fyrir vélina að halda þessum hraða þegar það er mótvindur eða ekki.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 19:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Margt til í þessu sem ,,,GST,, er að segja

en þetta er ekki eins mikill factor og lítur út fyrir að vera ((Að mínu mati))

Þegar farartæki ná 160 km hraða kemur inn ákveðinn loftmótstaða
sem eykst til muna eftir þann hraða,,, þetta er þekkt

Ef farartækin eru vélarvana þá er ekki víst að þau hafi afl til að fara það hratt að þau geti tvöfaldað hraða sinn

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 21:20 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Alpina wrote:
Ef farartækin eru vélarvana þá er ekki víst að þau hafi afl til að fara það hratt að þau geti tvöfaldað hraða sinn

Og þ.a.l ná þau ekki snúningnum sem þarf til þess að tvöfalda hraða sinn. Þannig að það breytir þessu ekki.
Bíllinn fer ekki hægar á ákveðnum snúningi þó það sé meiri loftmótstaða.
T.d, bíll sem er í Dyno á 4000 snúningum og sýnir 150 kmh á mæli sýnir jafn mikið á mæli þegar hann er úti að keyra í 4000 snúningum því dekkin snúast alltaf jafn hratt óháð loftmótstöðu...

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 09. Sep 2004 21:54 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Oct 2002 15:12
Posts: 167
Location: Hér og Nú
gstuning wrote:
Málið var að ég held því fram að bíll mun tvöfalda hraða sinn ef hraðinn í vélinni er tvöfaldaður, t,d 2000rpm í 4000rpm


Ég hugsa að þú hafir rétt fyri þér þarna. Tvöfaldist snúningur á vél, tvöfaldast snúningur á hjóli, gefið að haldið sé sama gír á þessum venjubundnu gírkössum.
Það mætti náttúrulega ekki vera 'snuð' í gírbúnaði þ.e. ekki sjálfskipt, ekki snuðað á kúplingu o.s.fr

Af því leiðir að hraðinn tvöfaldast.

En svo eru til öðruvísi gírkassar, Toyota var einhvertíman með stiglausa /gírlausa skiptingu, og svo var það auðvitað DAF skifting sem víst líka kom í Volvo 340 einhvertímann .. og sjálfsagt eitthvað fleira afbrigðilegt til sem ekki er línulegt í þessum skilningi.

_________________
ozeki@simnet.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group