jonthor wrote:
ok, er það mikið mál og dýrt? er ekki heddið tekið af? Á mar þá ekki að láta skipta um heddpakkninguna í leiðinni. Er þetta tómt rugl?

Í þeim bílum sem eru ventlastilltir þarf ekki að taka heddið af, heldur er það gert með því að opna heddið ofan frá (þ.e.a.s. ventlalokið).
Aftur á móti þá er vélin þín með vökvaundirlyftur, og þar af leiðandi er ekki hægt að ventlastilla hana. Hún gerir það sjálfkrafa stöðugt.
Ef að það er ventlabank hjá þér er líklegt að undirlyfturnar séu orðnar slappar, eða að knastásinn/cam followerar séu orðnir slitnir.
Ef það væri vökvaundirlyfturnar þá skilst mér að það sé til eitthvað trix til að hreinsa þær, og ef ég man rétt er málið að hella smávegis sjálfskiptivökva ofan í heddið!
Ég myndi þó vilja heyra þetta frá einhverjum sem veit þetta betur áður en þú færir út í slíkar tilraunir!
Ef þetta eru vökvaundirlyfturnar sjálfar (Eða camshaft / cam followers) þá er hægt að skipt um það allt án þess að taka heddið af (og þ.a.l. ekki heddpakkningarskipti), en spurning hvort ætti að skipta um tímakeðju þar sem að það er allt losað í sundur við viðgerðina.