bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 21:27

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 14. May 2014 00:42 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 26. Jan 2014 23:50
Posts: 31
Sælir, var að lenda í því um daginn að bílinn minn (e39 2002, 525 td, keyrður 200 þkm) fór að blása hvítum reyk á ferð og missa smá afl þegar ég fór að koma honum út úr traffík revaði vélin sig upp og fór að blása massífum reyk ég setti bílinn í nautral og drap á vélinni. Dró hann svo uppá verkstæði sem segir mér að túrbínan sé amk farin og mögulega eitthvað meira en að þeir þurfi að panta og setja nýja túrbínu í til þess að átta sig á því. Reyndi að starta bílnum aftur eftir það en hann snéri ekki. Verkstæðið segir mér að það hafi líklegast blandast disel olía í smurolíuna (skv netinu virðist það geta gerst þegar túrbínana fer) Hefur einhver hérna lent í svipuðu ? Væri til í að heyra hvað sérfræðingar á spjallinu hafa um þetta að segja? er ég að horfa fram á það að þurfa að selja bílinn í parta eða kippist þetta í lið við túrbínuskipti ?

_________________
Bmw e39 2002 525 Disel Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 14. May 2014 07:13 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Þetta heyrist mér vera klassískt dæmi , túrbínan fer venjulega sökum aldurs en oft byrjar þetta með að öndunin í ventlalokinu stíflast
, við það myndast mikill yfirþrýstingur í sveifaráshúsinu og nær því olían ekki að drenast frá túrbínunni og endar með að þrýstast framúr
fóðringunni á henni. Þar vill hún oft safnast í intercoolerinn því hann er lægsti punktur og þegar þú gefur í og hreyfingin á loftinu verður
meiri nær hann að éta þessa olíu. Díselílar geta gengið á smurolíu léttilega og finnst hún oft mjög góð og þessvegna gefur hann sjálfur í
hjá þer. Það hefur komið fyrir að bílar hafa verið á botngjöf vegna þess þanga til að smurolían klárast og bræðist þá úr mótornum.
En líklegra er að hjá þér séu cylendrarnir einfaldlega fullir af smurolíu og því nær hann ekki að snúast , fyrsta skrefið væri að kippa soggreinni
af og hella úr henni olíunni ásamt intercoolernum. Kippa glóðarkertunum úr og snúa mótornum og losna við olíuna út og starta síðan en þetta
endar líklega í nýrri túrbínu einnig.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 14. May 2014 11:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Áhugaverð bilanagreining, og líklega það sama og er að hjá mér þó svo að minn sé ekki Diesel og að bínurnar seu ekki "farnar" enda næstum nýjar.

Það er og hefur verið mikill þrýstingur á sveifaráshúsinu (crankcase) þrátt fyir að vera með viðbotaröndun á vélarlokinu. Líklega er of mikið "gap" á hringjunum.

Það sem á til að gerast hja mer að er öndunin hefur ekki við, olían þrystist út um binuna yfir í púst og inn í intercooler. Þetta þýðir að það kemur stundum smá blár reykur út um pústið, og svo örsjaldan kemur alveg ægilegt ský í svona 10 sek.

Ég á nýjar pakkningar í túrbinurnar, en auk þess ætla ég að setja dælu á affallið á túrbinunum, bara til þess að hafa alltaf constant vacuum á olíufallinu.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group