bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 19:22

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
 Post subject: vesen á m43
PostPosted: Sun 06. Apr 2014 23:56 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 28. Apr 2003 11:05
Posts: 537
Location: Kópavogur
Hér er smá myndband af þessu. hann s.s. heldur ekki snúningi dettur svona niður alltaf. Eins þegar ég er að keyra og held jöfnum hraða þá tekur hann upp á því að slá af þó ég fari ekki af pedalanum


Ég er búinn að skipta um tps og maf, hvað gæti annað verið? mótorinn er úr '94 bíl en tölvan úr '98 gæti það komið að sök?

_________________
'98 Image 316i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: vesen á m43
PostPosted: Mon 07. Apr 2014 02:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Einn hér á Kraftinum, Páll Ágúst, lenti í þessu (allavega mjög svipað) með M42 í E36. Eftir miklar bilanagreiningar komumst við að því að það var vélartölvan sjálf sem var biluð.

En hvers vegna er ekki vélartölvan sem fylgir vélinni?

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: vesen á m43
PostPosted: Mon 07. Apr 2014 05:15 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 28. Apr 2003 11:05
Posts: 537
Location: Kópavogur
mótorinn fór í gang með henni en hætti svo að fara í gang, svo ég skipti og setti þessa við

_________________
'98 Image 316i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: vesen á m43
PostPosted: Mon 07. Apr 2014 05:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Þú ert sennilega að lenda í einhverjum EWS vandamálum.

1994 rafkerfin eru aðeins öðruvísi en 97. Ég setti M43 úr 95 bíl í minn 97 E36 og soggrein og rafkerfi af ónýtu vélinni og notaði með nýju vélinni, til þess að getað notað vélartölvuna sem fylgir bílnum og sleppa við EWS vandamál.

Helsti munurinn á yngri og eldri sem ég man eftir (breytingin gerist 01/97):
*Eldri bílarnir eru með hægagangsventil á meðan yngri vélarnar eru ekki með þannig.
*Yngri bílarnir eru með öðruvísi spíssarör en eldri.
*Eldri bílarnir eru með 2 kælivatnshitanema í blokkinni en yngri bara einn.
*Eldri bílarnir eru með 2 knock skynjara (ping sensor) sem eru með sínu eigin tengi hvor, en yngri bílarnir eru með 2 sem eru með sameiginlegt tengi.

Svo voru einhverjir aðrir smámunir sem ég man ekki alveg eftir.

En, þetta eru atriði sem valda því að mótorloomið er örlítið öðruvísi og tölvan líka, þannig tölva úr bíl framleiddum eftir 01/97 er ekki að fara að stjórna vél með rafkerfi úr bíl framleiddum fyrir þann tíma nógu vel.

En núna var ég að skipta aftur um vél í bílnum mínum, setti í þetta skiptið M42 úr 94 bíl og gat þar af leiðandi ekki notað M43 rafkerfið mitt.

Ég var ss. með rafkerfi úr 94 bíl (sem var ekki með EWS) í 97 bíl (sem er með EWS). Til þess að leysa þetta þá þurfti ég að taka hanskahólfið úr og taka EWS module-ið úr sambandi, splæsa síðan saman báða sveru vírana í tenginu og sleppa alveg EWS module-inu, ss. hafa ekkert tengt í plöggið. Án þess að gera þetta þá startaði bíllinn alltaf mjög lengi en fór af og til í gang. Eftir að ég gerði þetta þá fór hann alltaf strax í gang, ekkert vesen.

Hérna er myndband sem útskýrir þetta:


Það sem ég held, er að þú þurfir að gera akkurat það sama og ég, splæsa tvo sveru vírana í EWS plögginu saman og passa að tengja það ekki aftur. Þá geturðu notað vélartölvuna sem fylgir vélinni, sem stýrir henni rétt, og lendir ekki í neinu veseni með lykil eða neitt þannig.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: vesen á m43
PostPosted: Tue 08. Apr 2014 01:23 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 28. Apr 2003 11:05
Posts: 537
Location: Kópavogur
þetta hljómar eins og þetta var hjá mér áður. en þar sem orginal tölvan er týnd þarf ég að redda mér annari

_________________
'98 Image 316i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: vesen á m43
PostPosted: Tue 08. Apr 2014 14:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
BMW 318I wrote:
þetta hljómar eins og þetta var hjá mér áður. en þar sem orginal tölvan er týnd þarf ég að redda mér annari

Ég á mótortölvur x 2 handa þér.
Báðar úr M43B16.
Önnur 1995 og hin 1997.

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: vesen á m43
PostPosted: Sun 27. Apr 2014 17:38 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 28. Apr 2003 11:05
Posts: 537
Location: Kópavogur
Þá heldur þetta vesen áfram. fékk tölvu úr '95 bíl hjá skúla og hún virkar ekki þrátt fyrir EWS by-pass eins og lýst er í video-inu. Er einhver með lausn á þessu eða leynir á m43 tölvu úr bíl fyrir 1/95

_________________
'98 Image 316i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: vesen á m43
PostPosted: Mon 28. Apr 2014 07:38 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Tölvurnar ganga ekki á milli rafkerfa held ég. Þú þarft alltaf EWS tölvu við EWS rafkerfi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: vesen á m43
PostPosted: Mon 28. Apr 2014 09:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
En miðað við að vélin er úr 94 bíl þá er ekki ews rafkerfi á vélinni hans. Þannig það þarf tölvu sem er úr bíl eldri en 95 í það minnsta.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group