Sælir, var að setja Hartge flækjur á m20 hjá mér og á meðan ég var bara með flækjurnar á, án restina af pústinu þá virkaði bíllinn fínt..
En eftir að ég fór með hann á pústverkstæði að sjóða restina af pústinu undir, þá byrjaði bíllinn að koka alveg svakalega.
Hann gengur fínann hægagang en þegar ég gef inn þegar hann er kyrrstæður, þá fer hann uppí ca 3500-4500 snúninga og kokar þar.
en í keyrslu er hann nánast ónothæfur, kokar í öllum snúningum..
Þegar ég keyrði hann svo uppí skúr til að skoða þetta, þá hitnaði hvarðakúturinn alveg svakalega hjá mér og og það kom svakalegur reykur frá honum..
Þannig ég prufaði að skera pústið fyrir framan hvarðakút en ekkert breytist..
Búinn að fara yfir allt sem mér dettur í hug, falskt loft, kerti, hamar, kveikjulok, þræði, fuel pressure regulator, prufaði að skipta um hann bara að því að ég átti auka,
Svo heyrði ég að þegar það er verið að sjóða í bílum þá er 1 á móti 1000 að tölvan geti farið í steik,, eitthvað til í því?
Vantar að koma honum í lag svo ég geti keppt á honum um helgina !!!!

_________________
Kveðja, Eiður
8665409
BMW E30 325i '87 [FCKJDM]
BMW E30 300i '87
