Mig bráðvantar hjálp sem allra fyrst. Bíllinn minn er 1999 e39 540i sem er ekinn um 188þús og af þeim hef ég sennilega ekið um 20þús á rúmlega tveimur árum. Ég held að fyrrum eigandi/eigendur hafi ekki hugsað vel um hann þar sem ég hef þurft að laga margt. Allavega..
Um daginn gerðist það að bensíndælan fór í bílnum á meðan ég var akandi og afleiðingar þess urðu að kertin urðu alveg sótsvört og ógeðsleg. Ég skipti um dælu og þreif kertin og bíllinn var eins og nýr aftur. Það gerðist fyrir c.a mánuði eða einum og hálfum mánuði síðan.
Í gær hóf vélin að láta furðulega og vélarljósið í mælaborðinu byrjaði að blikka (sem þýðir engine misfire) þannig að ég kom bílnum inn í skúr. Ég hef tekið kertin úr og skoðað. Öll voru fín nema eitt sem hafði talsvert af olíu á sér, sem reyndar var líka á þeim tíma sem ég skipti um bensíndælu. Ég þreif kerfið og setti það í og tók úr. Ég gerði þetta nokkrum sinnum.
Hér er vídeó sem ég tók af mér að starta honum:
Mér hefur verið bent á að prófa að setja smá "Redex" eða hvað sem það heitir ofan í hjá ventlinum. Það á að losa olíuna og eitthvað. Man ekki nákvæmlega hvað var sagt við mig. Eitthvað um að stimpilþéttihringur gæti verið laus, eða jafnvel fastur.
Ég verð að leysa þetta vandamál sem allra allra fyrst. Allar hugmyndir eru vel þegnar og endilega spyrjið ef það er eitthvað sem ég tók ekki fram.
Users browsing this forum: No registered users and 25 guests
You cannot post new topics in this forum You cannot reply to topics in this forum You cannot edit your posts in this forum You cannot delete your posts in this forum