bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Sniðug / Heimsk kaup ? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4963 |
Page 1 of 2 |
Author: | Eggert [ Sat 13. Mar 2004 12:25 ] |
Post subject: | Sniðug / Heimsk kaup ? |
Sælir drengir... Þannig er mál með vexti að mér býðst eftilvill eitt stk 7 BMW til kaups núna. Þetta er 730 1991 árg, mjög fallegur og allt það. Hann er ekinn 190 þús kílómetra, og aldrei verið tekin upp vél né skipting. Það kostar nú sitt að láta taka upp skiptinguna ef hún fer, og sömuleiðis ef vélin fer að vera með einhverja stæla. Hver er ykkar reynsla á þessum bílum ? Mynduð þið vera hræddir við að kaupa svona 'mikið' ekinn original BMW ? Og annað mál, hvað mynduð þið borga fyrir svona bíl ca$h ? Aftur tek ég fram að hann er óaðfinnanlegur í akstri, og alveg stráheill einsog staðan er í dag. |
Author: | Schulii [ Sat 13. Mar 2004 12:38 ] |
Post subject: | |
Ég myndi segja af minni reynslu að það sé ekkert athugavert við aksturinn á þessum bíl. Ég keypti mér 730i bíl í lok síðasta sumars og ef eins og þú segir þessi bíll er óaðfinnanlegur í akstri eins og minn var þá ættiru ekki að vera með miklar áhyggjur. Ég held að það sé ekkert samasemmerki við þennan akstur sem þú nefndir og að það þyrfti að fara að taka vélina upp. Það er bara mjög misjafnt held ég. Veltur á því hvernig honum hefur verið viðhaldið fram að þessu. Ég myndi líka segja að miðað við hvernig þú lýsir honum, að hann sé óaðfinnanlegur í akstri þá bendi það soldið til góðs viðhalds þótt ekkert sé öruggt í þeim efnum. Minn er auðvitað beinskiptur þannig að ég get ekkert frætt þig um sjálfskiptinguna í þessum bíl eða BMW almennt. Ég vill bara segja þér að lokum að þetta er sá allra skemmtilegasti og besti akstursbíll sem ég hef nokkurn tíma átt og það er mjög erfitt að fá leið á því að keyra hann. Algjör draumur en getur víst breyst í martröð ef þeir byrja með leiðindi. Varðandi verð á bílnum þá er mjög erfitt að segja. Ég fæ töluna 5-600.000 í hugann ef þetta er súper eintak en kannski er það alveg útí hött, veit ekki... |
Author: | Eggert [ Sat 13. Mar 2004 16:10 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir upplýsingarnar, ég fer með hann í ástandsskoðun áður en ég kaupi ef svo fer. Eitt enn, hafiði einhverja hugmynd um hvað myndi kosta að taka upp skiptingu í svona kagga ? |
Author: | Bjarki [ Sat 13. Mar 2004 16:49 ] |
Post subject: | |
Það er örugglega mjög dýrt. Það er ekkert sem segir að skiptingin eigi að fara að gefa sig. Ef bíllinn er í raun ekinn 190þús kom og hefur fengið gott viðhald þá á þessi skipting að duga vel og lengi. Gæti vel trúað því að það væri ódýrarast ef skiptingin myndi gefa sig að redda sér nýrri og skipta bara út, tekur ekki langan tíma. Það ætti að vera hægt að fá ódýrara notaðar skiptingar á M30 vélar nú til dags. Reyndar kannski ekki mikið úrval af notuðu hérna á Íslandi en alltaf hægt að redda öllu. Til viðmiðunar þá kostar skipting hjá fabdirect.com 350pund eða um 45þús ekki veit ég hvað kostar að taka svona skiptingu upp. |
Author: | Eggert [ Sun 14. Mar 2004 16:29 ] |
Post subject: | |
Veit einhver hvað þetta boddý heitir, og gæti ég eftilvill fengið fleiri comment á þessi kaup ? Hafa þessir bílar yfir höfuð reynst vel ? Eru þeir að eyða eitthvað rosalega ? Varla einsog 750, er það ? Allar hughreystingar vel þegnar ![]() |
Author: | moog [ Sun 14. Mar 2004 18:15 ] |
Post subject: | |
Þetta boddý heitir E32 |
Author: | Eggert [ Sun 14. Mar 2004 19:19 ] |
Post subject: | |
Ég sé hér að Bjarki minnist á að hafa skoðað þennan bíl, TE-289. Einsog gengur og gerist þá þekkja margir hérna til hinna og þessa bíla, þannig að ef þið vitið eitthvað slæmt uppá þennan bíl, þá endilega commentið. ![]() |
Author: | Eggert [ Sun 21. Mar 2004 22:27 ] |
Post subject: | |
Jæja drengir, nú er kallinn að skoða einn annan BMW. Því BMW skal það vera í sólinni í sumar ![]() Núna er það 525 '89 bimmi.. beinskiptur, leðraður, topplúga. Allur vel með farinn og kemur á 16" felgum á nýlegum sumardekkjum, auk vetrardekkja á stálfelgum. Hann er keyrður alveg böns en þó aðallega í þýskalandi, innfluttur til landsins fyrir tveim árum. Vitiði hvað þetta boddý heitir ? Hvaða hluti mynduð þið varast við kaup á svona bíl ? Eitthvað spes sem þið mynduð skoða ? Vélin soundar flott, og núverandi eigandi veit ekkert hvað hann er mikið keyrður á henni (bíllinn keyrður í heildina 322þús). Með fyrirfram þökk fyrir svörin, ef þau verða einhver. ![]() |
Author: | bebecar [ Sun 21. Mar 2004 22:37 ] |
Post subject: | |
Ég veit ekki hvað skal varast í þessu, bsk 525 (heitir E34) er bara frábær bíl. Þetta er bara spurning um að kaupa á "réttu" verði eins og alltaf. Ef hann er ekkert voðalega ódýr þá er bara að láta ástandsskoða hann. |
Author: | Bjarkih [ Sun 21. Mar 2004 23:10 ] |
Post subject: | |
Ef þú ert að velta þessum E númerum fyrir hér þá geturu kíkað á þessa síðu: http://www.s-m-u.com/bmwkraftur/E_num.html |
Author: | saemi [ Mon 22. Mar 2004 00:17 ] |
Post subject: | |
Úúú, þetta er svolítið mikill akstur á þessum bíl. Þetta er líka gamla vélin, ekki nærri eins skemmtileg og 150hö 24V vélin sem kom 1990. Vélin er með tímareim sem ber helst að varast, verður að skipta um hana reglulega. Svo er það "synkið" í gírkassanum, að það sé í góðu lagi. Ég myndi ALLS ekki borga meira en svona 350 kall fyrir þennan bíl í toppstandi. Aksturinn gerir ómögulegt að selja þetta. EN þetta eru fínir bílar, ekkert að þessu. Alveg ágætlega skemmtilegt. |
Author: | Schulii [ Mon 22. Mar 2004 00:50 ] |
Post subject: | |
en bíddu Sæmi.. er þetta ekki 525i bíll.. þá er hann lágmark 168 hestöfl.. ertu kannski að meina 520i bíllinn sem breyttist vélin í??? |
Author: | GHR [ Mon 22. Mar 2004 00:54 ] |
Post subject: | |
Eggert wrote: Jæja drengir, nú er kallinn að skoða einn annan BMW. Því BMW skal það vera í sólinni í sumar
![]() Núna er það 525 '89 bimmi.. beinskiptur, leðraður, topplúga. Allur vel með farinn og kemur á 16" felgum á nýlegum sumardekkjum, auk vetrardekkja á stálfelgum. Hann er keyrður alveg böns en þó aðallega í þýskalandi, innfluttur til landsins fyrir tveim árum. Vitiði hvað þetta boddý heitir ? Hvaða hluti mynduð þið varast við kaup á svona bíl ? Eitthvað spes sem þið mynduð skoða ? Vélin soundar flott, og núverandi eigandi veit ekkert hvað hann er mikið keyrður á henni (bíllinn keyrður í heildina 322þús). Með fyrirfram þökk fyrir svörin, ef þau verða einhver. ![]() Ég ætlaði að kaupa þennan bíl fyrir ári síðan. Mér fannst bara gaman að keyra þennan bíl.......ekkert brak, ekki mikið veghljóð, vélin malaði og vann flott, gírkassi og kúpling fín o.sfrv Mig minnir að hann hafi verið eitthver 180hö ![]() Er þetta ekki annars bíllinn með ''POLE- man ekki rest ![]() Þessi bíll virtist eiga mikið eftir og hafa fengið gott ástand ![]() |
Author: | GHR [ Mon 22. Mar 2004 00:58 ] |
Post subject: | |
Rakst á þráðinn sem ég póstaði um bílinn...... http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?p=15500#15500 |
Author: | saemi [ Mon 22. Mar 2004 01:09 ] |
Post subject: | |
Schulii_730i wrote: en bíddu Sæmi.. er þetta ekki 525i bíll.. þá er hann lágmark 168 hestöfl.. ertu kannski að meina 520i bíllinn sem breyttist vélin í???
Æjjjj , það sló saman í hausnum á mér. Ég var að sjálfsögðu að rugla saman 2.0 og 2.5, 2.5 er 192hö 24V, en ekki nema 170 í 12V M20 vélinni. En það breytir ekki því sem ég var að tala um að bíllinn er ekki með M50 vélinni, heldur gömlu M20 vélinni. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |