Á þessari síðu má finna mikið að góðum upplýsingum um e39:
http://bmwtips.com/
M.a. owners manual á ensku reyndar sá elsti frá 2000 en þú ferð þá ansi langt á honum.
Þetta var vandamál í gömlu (gömlu) fimmunum e34 og líka í e32 en til að laga það þá dugar að skipta um nokkra þétta. Reyndar a.m.k. tvær útgáfur af mælaborðum í þeim bílum. Gerðist stundum á gömlu sjöunni minni en hætti algjörlega eftir að ég skipti um þessa þrjá þétta. Man að frændi minn sem kaupir alltaf nýja BMW hjá umboðinu lenti í þessu vandamáli með 520i bílinn sinn. Hann var alltaf að fara með hann á verkstæðið en þeir fundu ekki út úr neinu, klóruðu sér bara í hausnum og stungu upp á því að kaupa nýtt mælaborð $$$.
En vandamálin eru til þess að leysa þau.
En ég hef aldrei lesið neitt um dauða mæla í e39.