bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 07:24

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 
Author Message
 Post subject: hrekkjóttur 520I 1984
PostPosted: Sun 25. Jan 2004 22:36 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 21. Jan 2004 11:47
Posts: 1
Sælir þið sem allt vitið um BMW

Bimmin minn 520I árg 1984 hefur verið að stríða mér undanfarið, hann fer í gang en eftir ca 6 mín þá er ekki hægt að gefa meira en hálfa gjöf.
Þá yfir fyllir hann sig og svartur bólstur stígur upp af afturendanum.

Það er hægt að keyra og hann gengur fínnt en bara hálfa gjöf,takk fyrir !!!

Búið er að prufa alla hluti framm í vél en ekkert breytist,önnur talva en honum er alveg sama um það.

Hinir vísustu menn hafa komið með ýmsar skýringar en ekkert gengur.

Þessi bíll er með hefðbundna tölvu en auk þess aðra tölvu fyrir aksturstölvu og þjófa vörn. Þessi bíll er með leðursætum, rafmagn í rúðum og topplúgu.

Sem sagt einhver sér útgáfa sem auðvitað þurfti að lenda hjá mér!!!!

Ef aukatalvan er aftengd þá deyr á skömminni en honum er sama hvort aksturstalvan er með eða ekki.

Einhver sagði mér að hægt væri að aftengja einn vír í aukatölvunni,tengja hann til jarðar og þá væri hún óvirk og truflaði ekki annað. En óvíst hver þessi eini vír væri af þeim 19 sem tengjast tölvunni.

Er hugsanlega einhver þarna úti sem kannast við þetta eða þekkir einhvern sem hlær af svona smáatriðum ???????

Endilega leggið hausinn í bleyti og komið með tillögur !!!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 26. Jan 2004 00:13 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ef mig grunar rétt þá er þegar búið að spyrja að þessu, en það var ekki skrifað meira þar inn til að svara þeim spurningum sem ég hafði á móti.

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=4091

Ég er nokkuð viss um að þetta er kaldræsibúnaðurinn. Það lokast ekki fyrir auka-bensín spíssinn (cold start injector).

Ef við gefum okkur að þetta sé L-jetronic þá myndi ég:

Fyrst prufa að klemma bensínslönguna sem liggur í cold start injectorinn.

Svo athuga kerfið í framhaldi af því ef bíllinn hættir að ganga asnalega.

En ágætt væri að fá upplýsingar um þetta til baka til að hægt sé að koma með ágiskanir sem eru nákvæmari.

Þér er líka velkomið að hringja í mig fram til og með þriðjudags takk ferir.

699-2268

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 2 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group