Þannig er mál með vexti að ég keypti leðursæti í bílinn minn af honum Mána.
Sætin koma úr 4 dyra e36.
Þegar ég var kominn með sætin og ætlaði að smella þeim í þá komst ég hinsvegar að því að öll sæti á 4dyra e36 eru ekki eins. Þar sem aftursætin hjá mér eru niðurfellanleg en ekki sætin sem ég fékk hjá Mána.
Nú stendur mér til boða niðurfellanlegt aftursætis-bak úr 2 dyra '95 m3.
Eigandinn af þeim sætum segir að þau líti út alveg eins og pluss sætin mín (eftir að hann sá myndir af sætunum mínum).
Ég vil þó vera 100% viss á að þau muni passa...
Einnig er ég að spá með sessurnar að aftan og framsætin, ég sé ekki neinn mun, á ekki eini munurinn að vera þessi niðurfellanlegu sætisbök, s.s. annað passar?
Og já á nokkuð einhver svona niðurfellanleg leðursæti? Væri þægilegra að geta fengið þau innanlands

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.
██ 1994 BMW E36 332i sedan
██ 1991 Chevrolet Camaro Z28
██ 1982 Toyota Carina A60
██ 2005 Ford Fiesta ST
Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið
