Ég hef ekki persónulega reynslu af 2.5i en hef átt 3.0i í 2,5 ár.
Eyðslan á mínum er frá 11 lítrum með cruise control á 100 kmh úti á vegum og upp í svona 19 lítra í stuttum og köldum stop/start innanbæjarakstri vestan Elliðaáa.
Ég reyndar hef enga þolinmæði í sparakstur.
Ef eitthvað er að marka það sem maður les á amerískum spjallborðum eins og td
X3world og
bimmerfest er ekki sérstaklega mikill munur á eyðslunni á milli 2.5i og 3.0i
Annars hef ég aldrei skilið þessa neikvæðni í garð X3. Ég valdi hann fram yfir X5 3.0i á sínum tíma þar sem um er að ræða sama mótor og drif í bíl sem er 250kg léttari og stærðarmunur að innan er óverulegur. Að utan er X5 stærri og hann hefur meira presence. X5 er þægilegri bíll, en á móti er X3 mun skemmtilegri í áköfum akstri að mínu mati.