Ég er í smá vandræðum með miðstöðvarmótorinn í bílnum hjá mér, Þannig er mál með vexti að fyrri eigandi var búinn að taka mótorinn úr honum og var búinn að fá annan mótor en hann er ekki allveg eins, en ég er búinn að prufa að tengja þá báða og þeir virka báðir, þannig að ég skil ekki allveg af hverju hann var tekinn úr, en ég hef verið að reyna að setja þá í en það er bara ekki séns að fatta hvernig hann er festur aftur, (þetta er það versta við að rífa þetta ekki úr sjálfur

) þannig að ég var að spá hvort einhver ætti allveg eins bíl (89-90.árg) sem ég gæti fengið að sjá hvernig hann er festur, og líka hvor mótorinn er réttur (það virðist ekki vera hægt að sjá það hjá B&L) eða hvort einhver gæti tekið að sér að lagfæra þetta fyrir mann
