bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 16. Jun 2024 05:19

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 20 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: 328i
PostPosted: Fri 28. Mar 2003 08:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Var að skoða gamalt review um 328i E36 og þar segir að vélin í honum sé 30 kg léttari heldur en vélin í 325i því hún er úr áli og einnig sé hávaði inní bílnum að mig minnir 10 db minni á 100 km/klst sem er þó nokkuð þar sem lækkun um 3 db helmingar hávaðann! Það sem m.a. var gert til að minnka hávaðann var að breyta pústkerfinu og setja ventla í það sem opna það meira við meiri inngjöf en heldur því lokaðara þegar minni áreynsla er á vélinni.

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: 328i
PostPosted: Fri 28. Mar 2003 09:46 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Jss wrote:
Var að skoða gamalt review um 328i E36 og þar segir að vélin í honum sé 30 kg léttari heldur en vélin í 325i því hún er úr áli og einnig sé hávaði inní bílnum að mig minnir 10 db minni á 100 km/klst sem er þó nokkuð þar sem lækkun um 3 db helmingar hávaðann! Það sem m.a. var gert til að minnka hávaðann var að breyta pústkerfinu og setja ventla í það sem opna það meira við meiri inngjöf en heldur því lokaðara þegar minni áreynsla er á vélinni.


Talandi um þessa frábæru 2.8 l vél, þá prófaði WhatCar e39 528, árið 1999, í samanburði við Audi A6 Quattro, Saab 9-5 3.0t og Jaguar S-Type, allir beinskiptir nema Saabinn sem var sjálfskiptur að staðalbúnaði. Auðvitað vann e39 auðveldan sigur á þessum bílum, en þótt að Bimminn var kraftminnstur, var hann samt fljótastur upp í 100 km hraða og eyddi langminnstu. Eyðslan sem WhatCar fékk úr þeim bíl, miðað við frekar mikinn sparakstur, var rúmlega 9 l á 100 km, ótrúleg niðurstaða fyrir bíl sem var 1500 kg, innan við 7 sek i 60 mph, 193 hö og með þetta stóra vél! Svei mér þá ef 2.8 l vélinn úr e39 hafi bara ekki verið sparsamari en 2.0 og 2.5 vélarnar. :shock: Gamla 2.5 l vélinn sem 2.8 l vélinn tók við af var 192 hö og munaði þannig bara 1 hö, en 2.8 l vélinn togaði miklu meira og byrjar að toga fyrr. 2.8 l vélinn togaði 207 pund/fet, en gamla 2.5 l vélinn togaði 184 pund/fet.

Varðandi þyngd, þá er e39, sem er 8 cm lengri heldur en e34, samt léttari en e34. E39 var einmitt með mikið af áli í staðinn fyrir stál og náðu þannig að stækka bílinn og gera hann meira solid án þess að gera hann of þungan. Ansi magnaður bíll! Hans-Juergen Branz, einn af aðalmönnunum í þeirri deild í sem þróaði e39 á þeim tíma, sagði um bílinn þegar hann kom fyrst út:

Ummm, ah, well . . . it is the perfect car.

Stutt og einfalt. :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Mar 2003 10:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
528 er ekki undir 7 sek í 60mph

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Mar 2003 12:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Varðandi eyðsluna þá eyðir 328 samkvæmt mínum heimildum um 1 l/100km minna að meðaltali en 325, samkvæmt sumum heimildum munar þó meira. Það er m.a. vegna þess að vélin er betur hönnuð, léttari og einnig er það hið endurhannaða pústkerfi sem ég minntist á hér að ofan, svo ekki sé talað um að tog og hö koma inn á lægri snúning.

Einnig var talað um í þessu review-i að bíllinn væri miklu betri en 325 og væri munurinn ótrúlegur miðað við einungis 300 cc aukningu í vélarstærð.

Veit einhver hér hvort að mismunadrif (LSD) hafi verið staðalbúnaður í þessum bílum eða hvort það hafi verið fáanlegt sem aukabúnaður?

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Mar 2003 12:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
LSD var auakbúnaður,
En staðal á M3

Og erfitt að finna en verður að vera :)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Mar 2003 12:55 
verður ekkert að vera en vá hvað það er miklu skemtilegar :D


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Mar 2003 13:42 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Svezel wrote:
528 er ekki undir 7 sek í 60mph


Þetta var það sem WhatCar fékk úr sínu testi, þetta eru ekki skráðar tölur. Tölur frá Parkers.co.uk segja hinsvegar 7.5 sek í 60 mph, en mig minnir að WhatCar hafi fengið 6.8 sek. Ég er samt ekki alveg 100% viss en ég er nokkuð viss um það. Þetta var þar að auki beinskiptur Bimmi hjá þeim.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 29. Mar 2003 02:21 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Ég hef nú gerst svo frægur að sitja í svona bíl, og það meira en einu sinni, og ég get ekki annað sagt en að þetta er bara snilldarbíll algjörlega í gegn!
Þá er ég auðvitað að tala um 328i-inn hans Hlyns (hlynurst).
Ég man nú ekki alveg hvað hann er að eyða, (minnir að það sé um 11?), en miðað við að það er enginn sparakstur man ég að það er fáranlega lág tala!

Svo er hann bara svo helvíti kraftmikill!!!

PS hlynur: við þurfum að redda þér LSD :D :D

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 29. Mar 2003 09:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
gesturinn wrote:
Svezel wrote:
528 er ekki undir 7 sek í 60mph


Þetta var það sem WhatCar fékk úr sínu testi, þetta eru ekki skráðar tölur. Tölur frá Parkers.co.uk segja hinsvegar 7.5 sek í 60 mph, en mig minnir að WhatCar hafi fengið 6.8 sek. Ég er samt ekki alveg 100% viss en ég er nokkuð viss um það. Þetta var þar að auki beinskiptur Bimmi hjá þeim.


Well I be goddamned! Ég fór á www.car-stats.com og þar sá ég svart á hvítu

Car-Stats.com Report for 1999 BMW 528i
Obtained from MT November, 1999
0-60: 6.9 Transmission: Manual
1/4 Mile: 15.3
1/4 Speed: 91

Djöfull ætla ég að fá mér beinskiptan 528 næst :D

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 29. Mar 2003 20:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Á sömu síðu (car-stats) stendur að 328 sé 6,4 sek í 100 km/klst.

Aukakílóin tefja að sjálfsögðu fimmuna

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 29. Mar 2003 23:45 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Þetta er fáránlega nálægt tölunni fyrir 540 bílinn sem er 286 hestöfl!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 30. Mar 2003 01:24 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
bebecar wrote:
Þetta er fáránlega nálægt tölunni fyrir 540 bílinn sem er 286 hestöfl!


Samkvæmt http://www.car-stats.com er e39 540 beinskiptur 5.4 sek í 60 mph. Sjálfskiptur er hann 6.3 sek í 60 mph, og Car & Driver mældi sjálfskiptan 2001 540 á 5.7 sek. Ekki slæmt það. :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 30. Mar 2003 02:34 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
<en ótrúlega lítill munur samt.... greinilega verulega góð kaup í 528.... og auðvitað 328 líka þá!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 30. Mar 2003 15:14 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
bebecar wrote:
<en ótrúlega lítill munur samt.... greinilega verulega góð kaup í 528.... og auðvitað 328 líka þá!


Mér finnst reyndar ansi mikill munur á 5.4 sek í 60 mph og 6.9 sek í 100 mph, og alveg í takt við þyngdarmuninn og muninn á vélum. En það er samt verulega góð kaup í 528, sem og 328.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 30. Mar 2003 16:41 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
1.5 sekúndur finnst mér ekki mikið fyrir bíl sem er með í raun talsvert minni vél.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 20 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group