bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 19:14

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Thu 16. Jun 2005 10:59 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Ég er að berjast við eftirfarandi vandamál í '99 E46 328i bíl:

1. Hjólför. Þegar keyrt er í hjólförum kippist stýrið harkalega til, og bíllinn hreinlega hendist upp úr hjólförum.
2. Í núllstöðu leitar bíllinn til vinstri. Til að halda honum beinum þarf að stýra örfáar gráður til hægri (ca 3-4°). (Hvað veldur þessu??)

Hegðunin í hjólförum er bundin við sumardekkin á bílnum:
Sumar: Kumho Ecsta ###, 225/50, 7*16 Style 43 felgur.
Á vetrardekkjum (Michelin Ivalo, 225/55, sömu felgur) verður maður ekki var við hjólförin, en "skekkjan" í stýringu er til staðar.

Mig grunar að þessi einkenni séu tengd og hljóti að vera vísbending um vandamál í stýrisbúnaði/fjöðrun að framan. (Ég varla trúi því að breidd sumardekkja sé málið, sérstklega eftir að hafa ekið E39M5 í Reykjavík nýlega sem lætur ekki fyrir hjólförum finna).

Hvað er það fyrsta sem ég á að láta skoða (fóðringar, hjólastilla, ?). Hvaða snillinga get ég ráðfært mig við (utan BL og TB) til að komast til botns í þessu?

Takk fyrir hjálpina!

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Jun 2005 11:08 
hjólastilling væri sniðug,, þú gætir td verið með smá toe in eða out
öðru megin...


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Jun 2005 11:19 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Þú nefnir ekki ástandið á sumardekkjunum. Ef dekkin eru mjög slitin þá geta þau valdið því að bíllinn rásar í hjólförum.

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Jun 2005 11:20 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Eru sumardekkin orðin slitin? Minn var svona á gamalli 17 tommu (nánast reif af manni stýrið í hjólförunum), en þetta hvarf með nýjum dekkjum.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Jun 2005 11:21 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Og iar var á undan :D

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Jun 2005 15:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þegar þú ert komin á breið dekk þá kastast hann alltaf til í hjólförum, þetta er bara vegna þess að dekkin eru breiðari en hjólförin, og því situr hann ekki í þeim heldur alltaf reyna komast uppúr þeim

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Jun 2005 17:02 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Takk fyrir ráðin strákar - gaman að sækja í sjóð vitrari manna :)

Ég renndi við í Véla&Hjólastillingu (Auðbrekku, Kópavogi) eftir hádegi í dag, en þar var 17.júní genginn í garð. Reyni að fá þetta gert eftir helgi.

Dekkin eru slitin, en þó ekki komin ofan í slitmerkingarnar (duga út sumarið nema að komi í ljós að þetta sé allt þeim að kenna).

Ég kannast við aukna tilfinningu f.hjólförum sem fylgir breiðari dekkjum, fann þann mun greinilega á Dunlop SP5000(eða 9000) 225 sem hann kom á nýr vs. vetrardekkin sem eru í 205. Hann var strax örlítið verri á 225 Kumho dekkjunum - en hvernig hann lætur núna (skyndilega) er klárlega allt annað en eðlilegt.

Munurinn er svo mikill að ég eiginlega trúi því ekki að einungis aukni sliti dekkjanna sé um að kenna.

Svo er það þessi "skekkja" í stýrinu, þ.e.a.s. hvernig bíllinn er farinn að leita til vinstri. Það hlýtur að tengjast hjólastillingu, fjöðrun eða stýrisbúnaði.

Læt kíkja á þetta eftir helgi (þetta mál er laaangt út fyrir mína DIY getu) og get vonandi upplýst hvernig náðist að leysa þetta.

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 19. Jun 2005 20:51 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 09. Jun 2004 11:58
Posts: 20
Location: Reykjavík
Þetta geta líka verið spyrnurnar í framhjólunum. Þegar ég átti minn e46 kom ekki ósvipað vandamál upp þegar bíllinn var einungis keyrður 26 þúsund km. Það má sjá þetta með því að tjakka hann upp og reyna að jugga framhjólunum út og inn, ef juggið er til staðar eru spyrnurnar að öllum líkindum orðnar lélegar.
Ég lét skipta um spyrnurnar uppí bogl og minnir mig að þetta hafi verið einhver 50-60 kall. Bíllinn varð sem nýr eftirá.

_________________
_________________
BMW E92 335i 2009 Sparkling Graphite
BMW E60 530i 2003 Black Sapphire
BMW E39 M5 2001 Le Mans Blue


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 19. Jun 2005 21:27 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Fastcar wrote:
Það má sjá þetta með því að tjakka hann upp og reyna að jugga framhjólunum út og inn, ef juggið er til staðar eru spyrnurnar að öllum líkindum orðnar lélegar.


Takk fyrir góð ráð, ég læt athuga þetta. Í okkar E46 var skipt um spindilkúlur og einhverja fleiri stýrishluti í kringum 35k km, galli frá verksmiðju. Sjáum til hvort að það sé búið að taka sig upp aftur - væri mjög lélegt þar sem bíllinn er ekki nema í 58k.

Takk aftur fyrir hjálpina!

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 19. Jun 2005 23:20 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sat 11. Sep 2004 15:33
Posts: 348
jth wrote:
Ég er að berjast við eftirfarandi vandamál í '99 E46 328i bíl:

1. Hjólför. Þegar keyrt er í hjólförum kippist stýrið harkalega til, og bíllinn hreinlega hendist upp úr hjólförum.
2. Í núllstöðu leitar bíllinn til vinstri. Til að halda honum beinum þarf að stýra örfáar gráður til hægri (ca 3-4°). (Hvað veldur þessu??)

Hegðunin í hjólförum er bundin við sumardekkin á bílnum:
Sumar: Kumho Ecsta ###, 225/50, 7*16 Style 43 felgur.
Á vetrardekkjum (Michelin Ivalo, 225/55, sömu felgur) verður maður ekki var við hjólförin, en "skekkjan" í stýringu er til staðar.

Mig grunar að þessi einkenni séu tengd og hljóti að vera vísbending um vandamál í stýrisbúnaði/fjöðrun að framan. (Ég varla trúi því að breidd sumardekkja sé málið, sérstklega eftir að hafa ekið E39M5 í Reykjavík nýlega sem lætur ekki fyrir hjólförum finna).

Hvað er það fyrsta sem ég á að láta skoða (fóðringar, hjólastilla, ?). Hvaða snillinga get ég ráðfært mig við (utan BL og TB) til að komast til botns í þessu?

Takk fyrir hjálpina!


þó að e39 m5 rási ekki í hjólförum þá þýðir það ekki að bíllinn hjá þér hagi sér eins....

án þess að vita það geri ég ráð fyrir að m5-inn sé þyngri enn þinn og það eitt gæti gert muninn..

sumardekkinn hjá þér eru líka mun harðari enn vetrardekkinn og gefa þar að leiðandi ekki jafn mikið eftir og vetrardekkinn...
þannig að ég myndi halda að að harðari dekkinn myndu alltaf leita miklu meira uppúr hjólförunum...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 20. Jun 2005 14:10 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Þetta hefur náttúrulega með ástand stýris/fjöðrunarbúnaðar að gera og örugglega dekkjanna einnig.

Hvorki E34 M5 né E34 525i í minni eigu hafa verið að rása í hjólförum hjá mér (báðir á 235/45-17 að framan). M5 var með 17x8,5 með 13 í ofsett en 525i er með 17x8 og 20 eða 25 í ofsett. Miðað við það þá hlítur fjöðrun/stýrisbúnaður að hafa meira um þetta að segja heldur en dekkjastærðir.

Til samanburðar þá átti ég E36 compact á 205/55-16 og hann skoppaði upp úr hjólförum eins og andskotinn :roll:

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 20. Jun 2005 14:49 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Bíllinn var hjólastilltur hjá Vélastillingu í morgun, hægra framhjól hallaði út (toe-out) um 1mm, hægra afturhjól um 2mm.

Allt annað í himnalagi, ekkert hringl eða lausagangur í hjóla- eða stýrisbúnaði.

Einföld og ódýr aðgerð, bíllinn er allt annar eftir þetta. Það er enn hægt að finna fyrir hjólförunum, en hann hendist ekki til eins og fyrir stillinguna.

Hitt er svo annað mál að ég mun mæla með endurnýjun á 1cm mjórri sumardekkjum (ef hann verður áfram á 7*16 felgunum) því 225 er í breiðara lagi f.7" felgu (225 væri í lagi á 7,5"), á meðan að 205 ætti að vera perfect f.7" felgu.

Gaman að hafa leyst þetta með jafn einfaldri aðgerð, takk fyrir góð ráð!

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 20. Jun 2005 15:52 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
Þetta með dekkjastærðina er líklega stór hluti af þessum óþægindum

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 20. Jun 2005 17:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
jth wrote:
Bíllinn var hjólastilltur hjá Vélastillingu í morgun, hægra framhjól hallaði út (toe-out) um 1mm, hægra afturhjól um 2mm.

Allt annað í himnalagi, ekkert hringl eða lausagangur í hjóla- eða stýrisbúnaði.

Einföld og ódýr aðgerð, bíllinn er allt annar eftir þetta. Það er enn hægt að finna fyrir hjólförunum, en hann hendist ekki til eins og fyrir stillinguna.

Hitt er svo annað mál að ég mun mæla með endurnýjun á 1cm mjórri sumardekkjum (ef hann verður áfram á 7*16 felgunum) því 225 er í breiðara lagi f.7" felgu (225 væri í lagi á 7,5"), á meðan að 205 ætti að vera perfect f.7" felgu.

Gaman að hafa leyst þetta með jafn einfaldri aðgerð, takk fyrir góð ráð!

Lagaðist skekkjan í stýrinu alveg 100% ?
Opelinn minn er nefnilega alveg eins og þú lýsir með stýrið, þeas hann leitar til vinstri hjá mér. Samt var hann hjólastilltur og það gerði ekki neitt :S

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 20. Jun 2005 19:40 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Já, skekkjan lagaðist algjörlega. Ég er því miður grænn í þessum málum og get ekkert annað ráðlagt þér en að láta skoða þetta aftur (stilla öll 4 hjól og láta fara yfir hjóla- og stýrisbúnað).

Hr.Vélastilling var mjög svo almennilegur, ég samdi við hann um að hjólastilla ef hann sæi ekkert alvarlegt að - ef hann hefði séð bilun sem gæti orsakað hegðunina hefði hann hætt við og ég borgað honum einhverja aura f.skoðunina.

Hvar léstu hjólastilla bílinn?

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 26 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group