Takk fyrir ráðin strákar - gaman að sækja í sjóð vitrari manna
Ég renndi við í Véla&Hjólastillingu (Auðbrekku, Kópavogi) eftir hádegi í dag, en þar var 17.júní genginn í garð. Reyni að fá þetta gert eftir helgi.
Dekkin eru slitin, en þó ekki komin ofan í slitmerkingarnar (duga út sumarið nema að komi í ljós að þetta sé allt þeim að kenna).
Ég kannast við aukna tilfinningu f.hjólförum sem fylgir breiðari dekkjum, fann þann mun greinilega á Dunlop SP5000(eða 9000) 225 sem hann kom á nýr vs. vetrardekkin sem eru í 205. Hann var strax örlítið verri á 225 Kumho dekkjunum - en hvernig hann lætur núna (skyndilega) er klárlega allt annað en eðlilegt.
Munurinn er svo mikill að ég eiginlega trúi því ekki að einungis aukni sliti dekkjanna sé um að kenna.
Svo er það þessi "skekkja" í stýrinu, þ.e.a.s. hvernig bíllinn er farinn að leita til vinstri. Það hlýtur að tengjast hjólastillingu, fjöðrun eða stýrisbúnaði.
Læt kíkja á þetta eftir helgi (þetta mál er laaangt út fyrir mína DIY getu) og get vonandi upplýst hvernig náðist að leysa þetta.