Porsche-Ísland wrote:
Þegar bílar prjóna af stað þá er það úr kyrrstöðu, framdekkin snúast á þessum þannig að hann er á ferðinni. Þessi bíll er greynilega á góðri ferð.
Til að fá bíl til að lyfta sér þarf mikið af hestöflum og enn meira af togi. Það dugar samt ekki að setja nítró á græjuna nema með stjórntölvu sem skammtar aflaukninguna jafn og þétt þegar snúningurinn eykst. Annars myndi bíllinn bara fara upp í spól. Þetta krefst líka góðra dekkja.
Þegar við vorum í Rally Cross inu fyrir nokkrum árum síðan náðum við þessu á 911 Porsche með hjálp svona tölvu.
Hafa ber samt í huga að Porsche er aðeins léttari að framan en BMW.
En myndin er samt flott.
Var það á þeim tíma þegar keyrt var niður þvottaplanið á Shell stöðinni á Laugaveginum til að athuga hvort drifskaftið væri ekki örugglega fast
Það var alvöru tól maður - fór sá bíll ekki úr landi?