Daginn
Heiti Sverrir, kallaður Svessi, var á rauðum Honda CRX V-tec ´91 (Ekki grindarvíkurbílnum) Sem ég lenti í að skemma fyrir jól, ætla ekkert að fara tala neitt um það, bara að einhverjir vita þá hver ég er. Var á rauðum, D. Charade sem ég kallaði Hræið á undan honum, sá bíll verður til sölu bara núna á næstu dögum ef einhvern vantar góðan og ódýrann bíl.
Allavega mig langar að reyna verða dálítið virkur hérna með ykkur í klúbbnum, var að fjárfesta í BMW 535iA ´89 sem hann Heimir átti, gamli bíllinn hanns Jonna.
Flottur bíll fyrir utan einhverja nokkra smáhluti sem verður gert við í sumar.
Jæja, svo ég sé on topic, það er stóra tölvan í þessum bíl og ég kann ekkert á þetta dót og kann lítið sem ekkert í þýsku. Veit einhver um leiðbeiningar fyrir tölvuna bara á netinu eða eitthvað, væri auðvitað best ef þær væru á ísl-ENSKU en allt í lagi að þær séu á ensku.
Því bróðir minn er líka með BMW 525iA ´92 sem hann er að gera við með félaga sínum og verður hann kominn á götuna eftir bara nokkrar vikur, hann er einnig með stóru tölvuna, væri ágætt að læra á hana alveg 100%.
Svo er annað, ég fékk þessar fínu 17” með bílnum og dekkin eru 255/40-17 að aftan og 235/45-17 framan, bíllinn er 1550 kg, max pressure í afturdekkjum er skráð 51psi á dekkjunum og 45 psi á frammdekkjunum, hver á pressan að vera? Með hverju mælið þið?
Svo finnst mér hann rása alveg rosalega á þessum frammdekkjum, þetta er samt rétt stærð sem gefin er upp fyrir bílinn, þau eru reyndar orðin dálítið slitin og þurfa á replacement að halda bráðlega, var að spá í hvort maður ætti þá að horfa á aðeins mjórri dekk eða aðra dekkjategund, hvað gerið þið? Felgurnar eru 8” breiðar að framan.
_________________ Sverrir Már
Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93
Last edited by Svessi on Sat 16. Apr 2005 21:18, edited 1 time in total.
|